Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 12:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þáttaskil hafa orðið í Ljósufjallakerfinu síðastliðinn föstudag þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“ Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Jarðskjálfti 3,7 að stærð reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð og átti skjálftinn upptök sín á 18,3 kílómetra dýpi. Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla, sem nær alla leið vestur frá Berserkjahrauni austur að Grábrók í Norðurárdal. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin, sem hófst 2021, hafi tekið ákveðna stefnu í ágúst síðastliðnum og hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum,“ segir Páll. Taki ekki langan tíma að koma upp Jarðskjálftarnir hafa allir átt upptök sín á um 15 til 20 kílómetra dýpi. „Skjálftar á því dýpi tákna yfirleitt að það sé kvika sem veldur þeim. Það er kvika á hreyfingu og það verða örar spennubreytingar. Þá bregst jarðskorpan við með því að brotna,“ segir Páll. „Þetta er hins vegar ekkert rosalega mikið dýpi þannig að kvikan getur átt leið til yfirborðs á tiltölulega stuttum tíma ef atburðarrásin tekur þá stefnu.“ Ekki sé ólíklegt að þetta leiði að lokum til eldvirkni á svæðinu en vel geti verið að virknin lognist út af. Páll segir að ef gjósi á svæðinu sé líklegast að það verði lítið og meinlaust gos. „Það er ekki verið að tala um neinar stórhamfarir þó þarna verði gos. Sérstaklega ekki vegna þess að þetta svæði sem er núna virkt er í fjalllendi fyrir ofan Mýrar. Það er engin byggð beint ofan í þessu. Þannig að jafnvel þó verði eitthvað hraunrennsli frá gosi af þessum stað er ólíklegt að það valdi verulegu tjóni,“ segir Páll. Skjálftavirkni í Bárðarbungu endi í gosi Einnig hefur mælst skjálftavirkni í Bárðarbungu og mældust tveir stórir skjálftar þar í nótt, 4,1 og 4,3 að stærð. Reglulega hafa mælst stórir skjálftar við Bárðabungu undanfarin ár, í raun allt frá 2015 eftir eldgosið í Holuhrauni. „Bárðarbunga seig þá, á meðan á því stóð, um eina 65 metra og þetta sig fór að snúast við strax 2015. Botninn á Bárðarbunguöskjunni hefur verið að rísa síðan þá og þar hefur verið aukning í skjálftavirkni síðasta árið og þar hafa komið upp nokkrir skjálftar af stærðinni fimm síðasta árið,“ segir Páll. „Það er partur af miklu dramatískari atburðarrás sem að lokum mun nokkuð örugglega leiða til eldgoss og það er ekki kannski alveg yfirvofandi á næstu mánuðum eða árum.“
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35 Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi. 12. apríl 2025 19:35
Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Jarðskjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu upp úr fimm í dag sem var 2,9 að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu á undanförnum árum. 12. janúar 2025 18:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent