Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“ Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“
Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00