Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 21:46 Antónína Favorskaja hlaut tæplega sex ára fangelsisdóm. AP Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“