Lífið

Horfði á vin sinn fara í snjó­flóði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haraldur Örn fer yfir fjallamennskuna í Íslandi í dag.
Haraldur Örn fer yfir fjallamennskuna í Íslandi í dag.

Haraldur Örn Ólafsson, Everestfari, pólfari og heimsmethafi opnaði nýlega klifurbraut í Esjunni með Fjallafélaginu.

Rætt var við Harald í Íslandi í dag í vikunni en lofthræddur fréttamaður fékk þann heiður að prófa leiðina með misgóðum árangri. Litlu mátti muna að Haraldur hefði sagt skilið við ástríðuna þegar hann var rétt að byrja þegar að góður vinur hans lést í snjóflóði. Kaflaskil urðu í lífi Haralds fyrir fimm árum þegar hann sagði skilið við lögmennsku og fjármálageirann.

„Það sem situr kannski mest í manni er þegar ég og vinir mínir misstum einn félaga okkar í snjóflóði í Skarðatindi, en hann hét Þorsteinn. Það var mikið högg og ég var bara sextán ára og taldi sig vera orðinn rosalega kláran og kunna allt. Eftir á að hyggja voru mjög mörg mistök gerð og maður lærði mikið af því,“ segir Haraldur og heldur áfram.

„Þetta var þannig áfall að ég ætlaði í rauninni að hætta í fjallamennsku en svo á endanum héldum við allir áfram. Við hinir vorum heppnir að sleppa. Þetta var mikið áfall.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Haraldur fer um víðan völl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.