Sport

Baðst af­sökunar á því að hafa beðið um að mót­herjinn setti á sig svita­lyktar­eyði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin breska Harriet Dart er hér til vinstri með löndu sinni Olivia Nicholls en hún kvartaði yfir lyktinni af frönskum mótherja sínum.
Hin breska Harriet Dart er hér til vinstri með löndu sinni Olivia Nicholls en hún kvartaði yfir lyktinni af frönskum mótherja sínum. Getty/ Nathan Stirk

Breska tenniskonan Harriet Dart kom með óvenjulega beiðni til dómara í leik sínum á dögunum en hefur nú beðist afsökunar á framkomu sinni.

Dart er fjórða besta tenniskona Breta samkvæmt heimslistanum og var að spila við frönsku tenniskonuna Lois Boisson.

Boisson vann leik þeirra örugglega á 28 mínútum eða 6-0 og 6-3.

Þegar þær skiptu um vallarhluta í öðru settinu þá heyrðist í útsendingunni þegar Dart spurði dómara leiksins: „Getur þú beðið hana um að setja á sig svitalyktareyði. Hún lyktar mjög illa,“ sagði Harriet Dart.

Dart sér nú eftir öllu saman.

„Svona kem ég ekki fram við fólk og ég tek fulla ábyrgð á þessu. Ég ber mikla virðingu fyrir Lois og hvernig hún mætti til leiks,“ sagði Dart.

„Ég mun læra af þessu og halda áfram,“ sagði Dart.

Lois Boissont sá samt viðskiptamöguleika í allri athyglinni sem þetta fékk og biðlaði í meira gríni en alvöru til Dove fyrirtækisins sem framleiðir auðvitað svitalyktareyði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×