Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2025 11:19 Bergsveinn og Elísabet eru nýir markaðsstjórar Ölgerðarinnar. Ölgerðin Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Elísabet komi til Ölgerðarinnar frá Högum, þar sem hún hafi starfað sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hafi áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum. Hún hafi meðal annars starfað sem sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Bioeffect, þar sem hún hafi leitt markaðsstarf og vörumerkjauppbyggingu húðvörumerkisins á hérlendis og erlendis. Elísabet hafi áður starfað hjá Marel á Íslandi og í Danmörku, Glitni og þar áður hjá Ölgerðinni. Hún sé menntaður alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. „Það er frábært að vera aftur komin til Ölgerðarinnar, þar sem ég tók mín fyrstu skref í markaðsmálum. Að vera hluti af kraftmiklu teymi með ástríðu og metnað fyrir bæði eigin og innfluttum vörumerkjum á íslenskum markaði er gríðarlega spennandi og það er einstaklega gaman að vera komin aftur,“ er haft eftir Elísabetu. Þekkir vel til áfengu drykkjanna Bergsveinn hafi starfað síðastliðin sex ár sem vörumerkjastjóri áfengra drykkja en hann hafi komið til Ölgerðarinnar frá Íslandsbanka, þar sem hann hafi gengt stöðu sérfræðings í markaðsmálum. Hann sé með meistaragráðu í alþjóðlegum markaðsmálum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Að auki sé hann Hafnfirðingur og eldheitur golfáhugamaður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem Ölgerðin er á. Það er virkilega gefandi að starfa með öllu þessu faglega og skapandi markaðsfólki sem brennur fyrir árangri á hörðum samkeppnismarkaði,“ er haft eftir Bergsveini. Skerpa sóknina „Það er mikill fengur í að fá þetta afreksfólk í markaðsstýringu í þessi störf. Bergsveinn hefur verð lykilmaður í gjöfulli vegferð margra okkar sterkustu vörumerkja síðustu ár, þá sérstaklega bjórvörumerkja á borð við Gull Lite og Bola, sem skarað hafa framúr í árangri. Þá erum við ákaflega glöð að Elísabet hafi loksins snúið „heim“ til Ölgerðarinnar. Með þessum ráðningum skerpum við sókn okkar enn frekar og leggjum grunn að frekari vexti til framtíðar. Ölgerðin hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í markaðsmál og þau Elísabet og Bergsveinn styrkja enn frekar þá fagmennsku sem einkennt hefur Ölgerðina,“ er haft eftir Óla Rúnari Jónssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Ölgerðarinnar. Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Elísabet komi til Ölgerðarinnar frá Högum, þar sem hún hafi starfað sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hafi áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum. Hún hafi meðal annars starfað sem sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Bioeffect, þar sem hún hafi leitt markaðsstarf og vörumerkjauppbyggingu húðvörumerkisins á hérlendis og erlendis. Elísabet hafi áður starfað hjá Marel á Íslandi og í Danmörku, Glitni og þar áður hjá Ölgerðinni. Hún sé menntaður alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. „Það er frábært að vera aftur komin til Ölgerðarinnar, þar sem ég tók mín fyrstu skref í markaðsmálum. Að vera hluti af kraftmiklu teymi með ástríðu og metnað fyrir bæði eigin og innfluttum vörumerkjum á íslenskum markaði er gríðarlega spennandi og það er einstaklega gaman að vera komin aftur,“ er haft eftir Elísabetu. Þekkir vel til áfengu drykkjanna Bergsveinn hafi starfað síðastliðin sex ár sem vörumerkjastjóri áfengra drykkja en hann hafi komið til Ölgerðarinnar frá Íslandsbanka, þar sem hann hafi gengt stöðu sérfræðings í markaðsmálum. Hann sé með meistaragráðu í alþjóðlegum markaðsmálum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Að auki sé hann Hafnfirðingur og eldheitur golfáhugamaður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem Ölgerðin er á. Það er virkilega gefandi að starfa með öllu þessu faglega og skapandi markaðsfólki sem brennur fyrir árangri á hörðum samkeppnismarkaði,“ er haft eftir Bergsveini. Skerpa sóknina „Það er mikill fengur í að fá þetta afreksfólk í markaðsstýringu í þessi störf. Bergsveinn hefur verð lykilmaður í gjöfulli vegferð margra okkar sterkustu vörumerkja síðustu ár, þá sérstaklega bjórvörumerkja á borð við Gull Lite og Bola, sem skarað hafa framúr í árangri. Þá erum við ákaflega glöð að Elísabet hafi loksins snúið „heim“ til Ölgerðarinnar. Með þessum ráðningum skerpum við sókn okkar enn frekar og leggjum grunn að frekari vexti til framtíðar. Ölgerðin hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í markaðsmál og þau Elísabet og Bergsveinn styrkja enn frekar þá fagmennsku sem einkennt hefur Ölgerðina,“ er haft eftir Óla Rúnari Jónssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira