Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 12:20 Starfsmenn hafa sést mótmæla fyrir utan hótel á eyjunni. Vísir/Tómas Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn á Tenerife og öðrum Kanaríeyjum eru í verkfalli. Íslendingur á eyjunni segir háværa mótmælendur standa fyrir utan flest hótelin. „Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
„Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50