Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. apríl 2025 08:00 Saga Önnu Morris er í senn átakanleg og aðdáunarverð. Saga um þrautseigju og seiglu og vonandi saga sem gefur öðru fólki von. Því eftir sex ára baráttu við að reyna að eignast barn, hélt Anna að dóttir hennar væri dáin. Nokkrum mínútum síðar bjó hún sig undir að sjá aldrei aftur, fólkið sem hún elskar mest. Tinna Magg, Ksenia Mist, einkasafn Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún. Á meðan hringir eiginmaðurinn Bergur í sjúkrabíl. Jafn skelfingu lostinn. Stígur meira að segja í blóðið á gólfinu. Er rétt að vakna og reyna að ná áttum: Hvað er eiginlega að gerast? Um tuttugu klukkustundum seinna er dóttirin fædd; Sú allra fegursta í heimi að mati foreldranna. Langþráður draumur hefur loksins ræst; Því það tók hjónin Önnu Morris og Berg Guðmundsson heil sex ár að ná að eignast barn. Með allri þeirri ömurlegu og erfiðu þrautagöngu sem því fylgir fyrir fólk sem þræðir hverja meðferðina og hvert klíníkið á fætur öðru. En martröðinni var þó ekki lokið. „Ég skildi ekki allt sem læknarnir og ljósmóðirin voru að segja. En sá á svipnum á þeim að það var eitthvað mjög alvarlegt í gangi. Blóðið var aftur farið að fossa og ég man að ég horfði á Berg með nýfæddu dóttur okkar í fanginu og hugsaði: Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ segir Anna og á erfitt með mál. Að rifja upp þetta augnablik er einfaldlega of sárt. „Bergur var búinn að klæða sig úr að ofan svo nýfædd dóttir okkar gæti fundið fyrir honum og hjartslættinum hans. Þessi tengsl foreldris og barns sem eru svo mikilvæg. Mamma stóð hjá, hún hafði verið viðstödd fæðinguna líka. Ég horfði á fólkið mitt og reyndi að fanga þetta augnablik; Algjörlega sannfærð um að þetta væri mín síðasta mynd af fólkinu sem ég elska mest.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Ástarsaga Önnu og Bergs Guðmundssonar er afar falleg saga. Nokkrum mínútum eftir að þau eignuðust dótturina Natalíu Júlíu, var brunað með Önnu í þriggja klukkustunda aðgerð. Anna horfði á Berg beran að ofan með barnið þeirra í fanginu og hugsaði með sér: Mun ég aldrei sjá þau aftur? Landspítalinn bestur í heimi Í dag erum við minnt á þá staðreynd að enn deyja konur af völdum barnsfæðinga víða um heim. Og líka minnt á hversu dýrmæt gjöf það er í lífinu, að geta eignast barn. Saga Önnu er kraftaverkasaga í margvíslegu tilliti. Og í raun er Anna sjálf algjör kraftaverkakona. „Ég fyrst og fremst vona að sagan mín geti hjálpað öðrum. Gefið fólki von,“ segir hún þó auðmjúk. En hreinskilin á sama tíma, talar tæpitungulaust. „Mér finnst til dæmis oft vanta ýmislegt í viðtöl við fólk sem hefur þurft að hafa mikið fyrir því að eignast barn,“ segir Anna. Og nefnir nokkur dæmi. „Lyfin gera mann til dæmis kolruglaðan. Ég var algjörlega hætt að þekkja sjálfa mig. Var skapill og rugluð, ólík sjálfri mér. Til viðbótar við þá líðan sem fylgdi því að halda að Bergi fyndist minna til mín koma sem maka, fyrst ég gæti ekki eignast barn.“ Annað dæmi er þegar óléttan loksins tekst. „Lífið verður á því augnabliki ekkert æðislegt og auðvelt eins og í bíómyndunum. Því þá tekur við óttinn um að eitthvað geti gerst á meðgöngunni.“ Í tilfelli Önnu, erum við líka minnt á að allar fæðingar geta verið hættulegar í eðli sínu. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum. Að halda fyrst að dóttir mín væri dáin en stuttu síðar að ég væri að deyja. Ég var þó ekki hrædd við að deyja. En mér fannst erfið tilhugsun að skilja Berg og dóttur mína eftir ein.“ Anna er íslensku heilbrigðiskerfi ótrúlega þakklát. „Ég er algjörlega sannfærð um að ef ég hefði verið stödd einhvers staðar annars staðar en á Íslandi, þá væri ég ekki hér. Viðbrögð alls starfsfólksins á Kvennadeild Landspítalans björguðu lífi mínu og það sama myndi ég segja um fólkið á sjúkrabílnum; Það skipti sköpum hversu fljótt allir brugðust við. Þótt fólk kvarti oft yfir heilbrigðiskerfinu og biðlistum er ég lifandi sönnun þess að þegar á reynir, er allt gert hér sem mögulegt er til þess að bjarga lífi.“ Anna varð að byrja að vinna snemma. Og lærði líka ung hverjir voru í mafíunni í Úkraínu. Við fall Sovétríkjanna breyttist allt á einum degi. Pabbi hennar, ofursti í hernum, lækkaði tífalt í launum en mamma hennar brá þá á það ráð að fara í rekstur. Hér má sjá fjölskyldumyndir af Önnu með foreldrum sínum og eins systur á neðri mynd th. Ótrúlegt líf; Sovétríkin og mafían Anna er fædd og uppalin í Úkraínu. Hún fluttist þó ekki til Íslands út af stríðinu þar, því Anna flutti til Íslands árið 2017 og rekur hér fyrirtækið MJÚK Iceland. Fyrirtæki ársins 2024 hjá VR í hópi smærri fyrirtækja. Og það þarf ekki langa samveru með Önnu í samtalinu, til að átta sig á því að Anna er svo sannarlega ung kona sem kallar ekki allt ömmu sína. Enda hefur hún gengið í gegnum ótrúlega sögulega og erfiða tíma. „Pabbi þjónaði sem ofursti í hernum og þótt Sovétríkin hafi gengið út á það að þar ættu allir íbúar að vera jafnir, vorum við fjölskylda sem töldumst hafa það nokkuð gott,“ segir Anna, sem sjálf er fædd árið 1987. „Þegar Sovétríkin hrundu, breyttist allt á einum degi. Háttsettir menn í hernum eins og pabbi, lækkuðu til dæmis í launum um tífalt og jafnvel rúmlega það.“ Við það breyttist líf fjölskyldunnar umtalsvert. Og erfiðir tímar tóku almennt við fyrir íbúa. „Mamma hafði verið heimavinnandi húsmóðir en vissi að það skipti pabba mjög miklu máli að halda áfram í hernum. Annars fyndist honum hann vera að svíkja um tvö þúsund hermenn sem hann var ábyrgur fyrir. Það sem mamma gerði því var að fara sjálf í viðskipti og rekstur,“ segir Anna og útskýrir. „Rekstur mömmu byrjaði þannig að hún keypti gæðavörur í Úkraínu; teppi, hnetur, hunang súrsaðar gúrkur og sópa. Síðan keyrði hún með vörurnar og okkur systurnar um tvö þúsund kílómetra yfir til Rússlands. Þar seldi hún úkraínsku vörurnar en fyllti bílinn af gæðavörum frá Rússlandi og við keyrðum til baka til að selja þær þar,“ segir Anna en systir Önnu er tíu árum eldri en hún. „Ég byrjaði því mjög ung að vinna. En var líka mjög ung búin að læra hverjir væru hvað,“ segir Anna og útlistar veröld sem við Íslendingar þekkjum ekki. Þar sem mafían og spilling ríkir. „Ég var bara lítil þegar ég fattaði hvaða menn þetta væru sem mamma og pabbi létu reglulega fá pening. Þetta var mafían sem tók peninga gegn því að veita okkur vernd. Verndin fólst þá í að ekki yrði kveikt í vöruhúsinu okkar eða eitthvað sambærilegt.“ Að borga mafíunni var þó ekki alltaf skotheld trygging. „Eitt sinn gerðist það að flutningafyrirtæki með mörg þúsund gámum frá mörgum litlum fyrirtækjum eins og okkar hvarf sem þýddi fyrir mömmu og pabba að við vorum ekki með neinar vörur til að selja, en samt með lán til að greiða því vörukaupin voru fjármögnuð með lántöku,“ segir Anna og bætir við: „Enn í dag get ég ekki borðað núðlur né fiskrétti með tómatsósu. Því í sex mánuði borðuðum við aðeins það sem ódýrast var. Sem var þetta tvennt; Núðlur og fiskmatur úr dósum með tómatsósu.“ Anna og Bergur stofnuðu MJÚK Iceland árið 2017 og nýverið festu þau kaup á húsnæði fyrir fimmtu verslunina. Öll framleiðsla er á Íslandi og í fyrra var fyrirtækið valið fyrirtæki ársins hjá VR í hópi smærri fyrirtækja. Anna er sjálf yfirhönnuður MJÚK Iceland. Í bissness á Íslandi: Fyrstu skrefin Að þurfa að vinna svona mikið og læra svona snemma hversu erfitt lífið gæti verið, gerði Önnu einfaldlega ákveðna í því að mennta þannig að hún yrði sterk og sjálfstæð í sínum starfsframa. Sem svo sannarlega gekk eftir. Því Anna er með meistaragráðu í alþjóðlegri fjármálastjórnun og starfaði um tíma hjá stórum og virtum aðilum í Úkraínu og Sviss; PWC til dæmis. Þegar hún var 18 ára starfaði Anna líka sem túlkur og aðstoðarmaður sendiherra um tíma. Fjölskyldufyrirtækið fór þó alltaf að toga meira og meira í hana. Enda er Anna hönnuður af guðs náð og smátt og smátt stækkaði fjölskyldufyrirtækið þannig að það þróaðist í framleiðslufyrirtæki með ullarvörur; tvær verksmiðjur og sýningarsal. „Ég vissi samt að til þess að stækka þyrftum við að horfa á stærri og dýrari markaði. Því í Úkraínu fór samkeppnin harðnandi við ódýrar innfluttar vörur sem voru ekki nálægt því að vera í sömu gæðum og okkar. Ég fór því að horfa til markaða eins og Íslands, Danmerkur, Noreg og jafnvel Finnlands og þessu tengt fór ég að koma til Íslands,“ segir Anna og útskýrir að það sem Ísland hefur fram yfir hin löndin er að hér er veðrið einfaldlega þannig að markaður fyrir ullarvörur er allt árið. Anna kom fyrst til Íslands árið 2009. En leiðin að því að hasla sér völl á Íslandi var ekki greið. „Ég gafst samt ekki upp. Þótt ég fengi ansi mörg Nei. Margir svöruðu ekki einu sinni tölvupóstum frá mér. Þegar fyrsta pöntunin loksins kom, lagði ég allt í sölurnar til að gera viðskiptavininn eins ánægðan og hugsast gat. Hugsaði mest um að viðskiptavinurinn yrði ánægður og myndi panta meir, ekki hversu mikið við værum að fá út úr viðskiptunum. Enda gekk þetta eftir og smátt og smátt fóru nokkrir aðilar að panta frá okkur og kaupin að verða tíðari.“ En áður en þessi bolti fór að rúlla, bankaði ástin þó upp á dyrnar. Fyrsta deitið var í Húsdýragarðinum en fyrsti kossinn á veitingastað í Úkraínu. Anna er mjög buguð þegar hún lýsir angistinni og þrautagöngunni sem fylgdi sex ára baráttu við að eignast barn. Hjónin leituðu til klíníka hérlendis og erlendis en oft fékk Anna á tilfinninguna að fyrirtækin væru fyrst og fremst að reyna að hafa af þeim pening.Einkasafn, Ksenia Mist Gullfalleg ástarsaga: Anna og Bergur Einn daginn í maí árið 2017, var Anna stödd í Reykjavík til að reyna að koma vörum fjölskyldufyrirtækisins á framfæri. Anna átti bókaðan fund á Skólavörðustíg en var mætt snemma og ákvað því að láta verða af því að fara upp turninn í Hallgrímskirkju. Á sama tíma, ákvað Bergur nokkur Guðmundsson að gera slíkt hið sama. Bergur hafði þá búið erlendis í mörg ár, var nýfluttur heim aftur og átti lausa stund við Hallgrímskirkjuna. Fyrir tilviljun voru Anna og Bergur því samferða upp í lyftunni á Hallgrímskirkju. „Það var samt ekkert í loftinu sem ég fann þá. Ég bað Berg um að taka mynd af mér þegar við vorum komin upp og ég tók í staðinn mynd af honum. Því á öllum ferðalögum tók ég myndir en það er leiðinlegt að eiga ekkert nema sjálfur.“ Bergur og Anna skiptust þó á símanúmerum áður en þau kvöddust. „Um kvöldið sendi Bergur mér skilaboð og spurði hvort við ættum að skella okkur á salsakvöld í IÐNÓ. Mér fannst klukkan orðin of margt en lagði til að við myndum hittast í Húsdýragarðinum daginn eftir.“ Að langa að sjá Húsdýragarðinn átti sér reyndar vinnutengda skýringu. „Á þessum tíma sá ég líka um alþjóðleg samskipti og tengsl í einum stærstu góðgerðasamtaka Úkraínu; Oleksandr Feldman Foundation. Þau ráku stærsta garð fyrir vernd líffræðilegrar fjölbreytni og menningu í Kharkiv.“ Þaðan röltu Anna og Bergur síðan yfir á kaffihúsið í Grasagarðinum, sem segja má að eigi vissan stað í hjörtum þeirra í dag. Mér fannst samt ekkert vera í loftinu þá heldur. En hef auðvitað lært það síðan að íslenskir karlmenn eru þekktir fyrir að gefa ekkert upp of snemma; það er ekkert hægt að lesa úr andlitinu á þeim!“ Næstu vikur og mánuði ræddu Anna og Bergur stundum saman. Bergur oft á ferðalögum en hún oftast í Úkraínu. „Síðan sendi hann mér skilaboð, staddur í Osló og sagðist vera að spá í að koma til Úkraínu. Því Bergur þekkir vel til sögu austantjaldslandanna en sagðist langa að heimsækja eitt þeirra og upplifa á eigin skinni.“ Úr varð að Bergur kom til Úkraínu þar sem Anna lagði sig fram um að sýna honum sem mest. „Áður en hann fór heim, fórum við út að borða á afar fallegan stað með útsýni yfir vatnið. Enn var ég ekki að átta mig á að neitt væri í loftinu. Því Bergur í raun sagði ekki neitt beint við mig. Eða allt þar til hann kyssti mig fyrsta kossinn á þessu veitingahúsi,“ segir Anna og ljóst að rómantíkin svo sannarlega sveif yfir vötnum á þessu augnabliki. Það fylgir því mikið andlegt álag að reyna að eignast barn og lyfin gera mann kolruglaðan segir Anna. Á sama tíma voru hjónin að byggja upp fyrirtækið, sem réri lífróður í Covid. Þá leigðu þau út íbúðina sína, sváfu sjálf á annarri hæð í einni versluninni og fóru í sturtu í sundi. Sambandið þróaðist og úr varð að Anna myndi flytja til Íslands. Enda Anna þá þegar farin að selja svolítið af vörum á Íslandi. Anna viðurkennir að það að vera vinnualki, hafi að hluta til hjálpað. „Mér fannst ekkert erfitt að flytja til Íslands. Kannski að hluta til vegna þess að ég hafði áður flutt til útlanda; þegar ég flutti til Sviss. En líka vegna þess að ég fann ekkert meira fyrir myrkrinu á Íslandi en í Úkraínu. Því þar fór ég svo snemma til vinnu að það var enn myrkur. Vann fram á kvöld og fór heim í myrkri.“ Anna og Bergur tóku fljótlega ákvörðun um að stofna íslenskt fyrirtæki í kringum starfsemi Önnu. Fyrirtækið Mjúk Iceland var því stofnað árið 2017. Í dag rekur MJÚK Iceland fimm verslanir og selur þar hágæða tískufatnað; Húfur, trefla, teppi, hárbönd, hanska, fatnað og fleira. Úr íslenskri ull, erlendri gæðaull, kasmír, Alpaca, silki og fleira. En á sama tíma og Anna hefur verið að byggja upp glæsilegt fyrirtæki á Íslandi, tókst hún á við stærsta og erfiðasta verkefnið sitt á ævinni: Að reyna að eignast barn. Lífið verður ekki einfalt og æðislegt þótt óléttan takist loks. Þá tekur við timabil í ótta um hvort allt verði í lagi. Mamma Önnu flutti til Íslands vegna stríðsins í Úkraínu. Þegar hún heyrði fréttirnar um óléttuna, sá Anna í svipnum hennar hvoru tveggja í senn: Gleði og áhyggjur. Áfallið Anna segir það alltaf hafa verið draum hjá sér að verða mamma. Og henni finnst því sárt að lýsa því hvað tók við. Tárin einfaldlega renna niður kinnar. „Við vorum búin að reyna án árangurs í um eitt ár. Ég hafði þó ekki mjög miklar áhyggjur af þessu því ég hef gert allt rétt; Reyki ekki, drekk nánast ekki, hugsa vel um sjálfan mig og er ekki í neinni óreglu.“ Allt kom fyrir ekki og á endanum fór Anna í allsherjar skoðun hjá klíník í Úkraínu. Þar sem áfallið reið yfir. Aftur renna tárin niður kinnar. Enda erfitt að reyna að ímynda sér hversu sársaukafullt það er að heyra lækni segja: „Þú getur mjög líklega aldrei eignast barn.“ Því það voru skilaboðin. „Mér var sagt að ég hefði einfaldlega ekki nægilegan eggjaforða til að verða ófrísk. Hvers vegna svo er veit enginn. Sem er erfitt því auðvitað spyr maður sig: Hvers vegna er ég að lenda í þessu? Ég hef hugsað vel um sjálfa mig og reynt að gera allt rétt; hversu óréttlátt er það þá að ég geti ekki eignast börn?“ Tímabilið sem tók við var vægast sagt erfitt. „Við fórum í hverja klíníkina á fætur annarri. Í Úkraínu, á Íslandi, í Sviss. Fyrir hverja meðferð gerði maður sér vonir um að nú tækist þetta. Að í þetta sinn yrði ég ólétt. En allt kom fyrir ekki og ef ég á að vera hreinskilin fékk ég oft á tilfinninguna að þessi fyrirtæki væru meira að hugsa um að ná peningum af manni heldur en nokkurn tíma að hjálpa manni. Stundum einfaldlega sá maður að meira að segja læknarnir sjálfir höfðu enga trú á að þetta tækist.“ Og það er ljóst að þessi sterka kona sem Anna augljóslega er, virðist enn buguð af reynslunni. Maður verður svo brotin. Líður eins og einhvers konar vélmenni sem verið er að reyna að kreista úr einhverjum eggjum. Ekkert annað kemst að; þú hugsar ekki um neitt nema þetta. Í ofanálag var líkamsklukkan mín líka farin að tikka.“ Því já; árin einfaldlega liðu. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því andlega álagi sem getur skapast af því að fólk sé að reyna að eignast börn. Oft fannst mér það líka vanta hjá karlkynslæknum. Sem gátu stundum verið ónærgætnir í tali,“ segir Anna og nefnir tvö skelfileg dæmi. Annað frá Sviss. „Bergur fór allt með mér en í þetta sinn fór ég ein til Sviss því það eina sem ég var að gera var að sækja lyf sem ég átti að taka til undirbúnings fyrir næstu meðferð. Allt í kringum þetta ferli er ofboðslega dýrt og allt þarf að vera mjög nákvæmt. Ég átti síðan að flytja lyfið heim í kæliboxi þannig að Bergur gæti sprautað því í mig í ákveðinn tíma áður en sjálf meðferð með fósturvísa myndi hefjast.“ Þegar Anna mætti á klíníkina var henni hins vegar tjáð að lyfið væri ekki til. „Bara sí svona. Eins og það væri ekkert alvarlegt að vera ekki búnir að undirbúa komu mína frá Íslandi.“ Til að gera stöðuna enn erfiðari, brást starfsfólkið við þannig að það fékk apótekara nálægt til að koma með lyfið og síðan var pressað á Önnu að borga. „Ég átti að borga tvö til þrjú þúsund evrur fyrir lyf frá apótekara sem ég kunni engin deili á og lyf sem var ekki frágengið í kælikassa. Ég vildi ekki gera þetta svona, bað um að mér yrði hjálpað, ég væri frá Íslandi. En hópurinn í heild sinni ýtti svo á mig að það endaði með því að ég borgaði uppsett verð, hélt grátandi út og þurfti síðan að hlaupa á milli búða – hágrátandi - til að finna klaka og kælibox þannig að lyfið myndi ekki eyðileggjast.“ Hágrátandi hringdi hún í Berg, sem gat lítið gert frá Íslandi en hringdi þó í klíníkina úti og jós yfir þau skömmum. Annað dæmi er frá Íslandi. „Ég fór á klíníkina til að fá dagsetningu á því hvenær meðferð myndi hefjast með fjóra fósturvísa sem við áttum. Læknirinn sem ég hitti hafði ég ekki hitt áður. Hann fletti upp í tölvunni og sagði: Nei, þið eigið enga fósturvísa.“ Anna fékk áfall. „Í svona ferli er hver einasti fósturvísir það dýrmætasta sem þú átt. Því þú ert alltaf að hugsa: Tekst þetta núna? Er þetta fósturvísirinn sem verður barnið mitt. Ég var auðvitað með á hreinu að við ættum fjóra fósturvísa og sagði að þetta gæti ekki staðist.“ Aftur leit læknirinn á tölvuna. Nokkrir músasmellir: Klikk, klikk. „Nei, þeir dóu.“ Anna hringdi í Berg, algjörlega niðurbrotin og sagði honum hvað hefði gerst. Bergur heimtaði að fá að tala við yfirlækni og nokkrum mínútum síðar var sá mættur inn á skrifstofuna. Yfirlæknirinn fletti upp í kerfið og viti menn: Fjórir fósturvísar fundust. Fyrri læknirinn hafði þá einfaldlega gert þau mistök að fletta ekki upp á réttum stað í kerfinu. „Hugsaðu þér ónærgætnina: Að segja mér einfaldlega að fósturvísarnir mínir hefðu dáið.“ Önnu hafði alltaf dreymt um að verða mamma. Að heyra lækni segja að þú getir ekki eignast barn, segir Anna ólýsanlega sárt. Tárin renna oft niður kinnar í samtalinu við Önnu. Enda þrautagangan búin að vera löng og strembin þótt sagan eigi sér yndislegan endi: Natalíu Júlíu. Þegar kraftaverkin gerast Þegar sex ár voru liðin var Anna löngu búin að missa töluna á öllum þeim meðferðum og heimsóknum á klíníkum hérlendis og erlendis. Að taka enn eitt þungunarprófið var fyrir Önnu því engin tenging við neina gleðistund. „Mér fannst ég vera búin að taka milljón þungunarpróf. Og alltaf varð maður vonsvikin. Þennan dag sat ég með þungunarprófið, beið eftir niðurstöðum og var frosin frekar en spennt.“ Þegar Anna sá að niðurstöðurnar voru jákvæðar, missti hún röddina eitt augnablik. „En náði svo loks að kalla: Bergur, Bergur….. sem varla ætlaði að trúa fréttunum því hann einfaldlega eins og hálf lamaðist,“ segir Anna og brosir. „Það sama átti við um mömmu. Hún var flutt til okkar vegna stríðsins í Úkraínu. Ég sá á svipnum hennar að hún var í senn ánægð og óttaslegin.“ Fyrstu mánuðina voru áhyggjurnar svo miklar að skötuhjúin ákváðu að segja sem fæstum frá óléttunni. „Ég sagði ekki einu sinni pabba það fyrr en ég var komin sex mánuði á leið. Og komst upp með það því ég talaði alltaf við hann í myndsímtali og þá sá hann bara efri hlutann á mér en ekki magasvæðið.“ Loks var farið að sjást svo vel á Önnu að það var ekki hægt annað en að opinbera leyndarmálið. „Meðgangan gekk vel og ég vann fram á síðasta dag,“ segir Anna en tiltekur þó að auðvitað hafa hún verið byrjuð að gera ráðstafanir í vinnunni; að úthluta verkefnum og gera ráð fyrir að fara í fæðingarorlof. „Eitt af því dásamlegasta sem við gerðum rétt undir lokin var að fara í þrívíddarsónar. Sem var mögnuð upplifun. Þarna sáum við dóttur okkar ljóslifandi fyrir okkur. Hún meira að segja brosti,“ segir Anna og glampinn sést í augunum. Anna segir hópinn í MJÚK Iceland einkar samheldin. Um þrjátíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu en sjálf er Anna með meistaragráðu í alþjóðlegri fjármálastjórnun. Hún segist búa vel að reynslu fjölskyldurekstursins í Úkraínu. Sem samanstóð af tveimur verksmiðjum og sýninarsal þegar mest var. Líf í heljargreipum Anna var sett á 9.júní og því var fæðingartaskan og helsta dótið löngu klárt heima. En allt kom fyrir ekki; Sú litla lét ekkert á sér kræla. „Við gerðum samt allt sem konum er sagt að gera; Fórum í langa göngu 17.júní og gengum upp og niður hæðir.“ Að morgni 18.júní árið 2024 vaknaði Anna snemma og fór á klósettið. Skreið síðan aftur upp í rúm og fann þá fyrir heitum vökva renna niður á milli fóta. „Svona er það þá að missa vatnið hugsaði ég,“ segir Anna sem vakti Berg um hæl. Þegar Anna tók sængina hins vegar af sér sá hún sér til mikillar skelfingar að þetta var ekki vatn heldur blóð. „Og svo mikið var þetta blóð að mér fannst eiginlega ekki að það gæti verið úr mér. Þetta var í alvörunni eins og blóð sem fossaði úr hesti, stóru dýri frekar en manneskju. Ég lagði hendurnar fyrir eins og til að reyna að stoppa eða reyna að finna eitthvað. Það sem ég fann vissi ég hins vegar ekki hvort væri höfuðið á barninu eða einhvers konar sultukenndur hnullungur af blóði.“ Það tekur virkilega á að heyra sársaukann í rödd Önnu þegar hún lýsir atburðinum. Þeirri angist sem fylgdi því fyrir verðandi foreldra að vita ekki hvort þau næðu mögulega aldrei að kynnast dóttur sinni. Tárin renna í stöðugum straumum og það er erfitt að tala. Var lífið sem hún hafði fundið fyrir í kviðnum í marga mánuði þegar farið? Eða gæti hún bjargað dóttur sinni? Í smá tíma sitjum við í þögn. Meira að segja sjúkraliðarnir á sjúkrabílnum var brugðið því þegar það er svona mikið blóð út um allt, verða allir hræddir. Ekkert okkar vissi hvað var að gerast og svo mikið var blóðið að meira að segja Bergur var allur orðinn blóðugur.“ Anna myndi ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum það sama og hún gerði. Hún er sannfærð um að ef hún hefði ekki verið stödd á Íslandi, hefði henni og barninu jafnvel ekki verið bjargað. Bergur, mamma Önnu og starfsfólk Mjúk Iceland útbjó 250 gjafir fyrir starfsfólk kvennadeildar Landspítalans í þakkarskyni. Á Landspítalanum tók við her fagfólks og segir Anna varla hægt að koma því í orð, hversu þakklát hún er öllu því góða fólki sem þar starfar. „Það fylgdi því óumræðilegur léttir að heyra hjartsláttinn hennar þegar það var búið að tengja mig við mónitor. Og á spítalanum tókst þeim líka að stöðva blæðinguna.“ Við tók fæðingin og þar viðurkennir Anna að hafa undirbúið sig á sama hátt og margir aðrir foreldrar gera: „Að hún yrði ekkert rosalega falleg. Því nýfædd börn eru það alls ekkert alltaf,“ segir Anna og hlær. „En þegar hún fæddist og var lögð á brjóstið á mér man ég að ég horfði bara á hana og hugsaði með mér: Hún er gullfalleg!“ Ástin streymdi nú allt um kring. Þessi stórbrotna ást sem fólk upplifir við fæðingu barns. „Það þurfti samt að gera að mér og ég þurfti að losna við fylgjuna. Bergur tók því dóttur okkar í fangið enda fór blóðið að fossa úr mér á ný.“ Svo virðist vera að fylgja Önnu hafi rifnað. Og eftir fæðingu tókst ekki að fjarlægja hana að fullu úr líkama Önnu. Sem getur verið lífshættulegt fyrir konur. Það þurfti því að bruna með mig í aðgerð. Ég vissi að þetta væri upp á líf og dauða en að upplifa þetta var óraunverulegt; Því ég var nýbúin að upplifa þann stóra draum að verða mamma og eignast gullfallega og heilbrigða dóttur. Síðan að horfa á þau og hugsa: Ég mun ekki ná að lifa með þeim.“ Velgengnin: Mikilvægi þess að skila til baka Samtals missti Anna meira þrjá lítra af blóði. Aðgerðin tók um þrjár klukkustundir. „Ég vona samt að sagan mín gefi öðru fólki von. Því jafn erfitt og okkar reynsla var, eignuðumst við heilbrigða og fallega stúlku; Natalíu Júlíu.“ Saga Önnu er samt líka saga um þrautseigju og seiglu. Við vorum til dæmis nálægt því að missa allt í Covid, þá réri fyrirtækið okkar lífróður. Um tíma leigðum við meira að segja út íbúðina okkar í Mosfellsbæ og sváfum á beddum á annarri hæðinni í versluninni okkar á Skólavörðustíg og fórum í sturtu í sundlaugunum.“ Þessa dagana eru Anna, Bergur og Natalía Júlía að njóta sín í fríi á Ítalíu. Anna talar oft um hversu þakklát hún er og hversu mikilvægt það sé að skila til baka til samfélagsins þegar vel gengur. Það sama gildir um starfsfólkið, sem hjónin buðu í Ítalíuferð í fyrra, enda sá hópurinn nánast alfarið um vinnuna á meðan Anna var sjálf of veikburða eftir fæðingu til að geta unnið. Verslanir MJÚK Iceland eru á Laugavegi 23, Skólavörðustíg 4 og Skólavörðustíg 36. Nýverið keyptu Anna og Bergur einnig verslunarrými að Klapparstíg 29. Sú verslun opnaði fyrsta apríl, en hún býður upp á það að viðskiptavinir geti látið hanna vörur fyrir sig, sem verða saumaðar á staðnum. Í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum sagði Anna líka að nýja verslunin yrði nokkurs konar verslun og outlet í bland: „Þegar við framleiðum vörurnar okkar þá fer fram mikil tilraunastarfsemi og við erum í raun með fleiri hundruð frumgerðir þar sem ég er stanslaust að hanna nýjar vörur. Nýja verslunin verður einnig frábrugðin hinum verslunum okkar að því leytinu til að við munum sýna viðskiptavinum hluta framleiðsluferlið okkar á staðnum,“ er haft eftir Önnu. Oft þegar Anna ræðir vinnuna, nefnir hún orðið þakklæti. Að kunna að meta það sem vel hefur tekist og sýna þakklæti í verki. „Við höfum líka verið meðvituð um að rækta sambandið við þá viðskiptavini sem héldu áfram að versla við okkur í Covid. Þegar Natalía Júlía fæddist, útbjuggu Bergur, mamma og starfsfólkið í MJÚK Iceland líka 250 ullargjafir sem við færðum öllum starfsmönnum kvennadeildarinnar.“ Því já; Eitt af því sem Önnu finnst skipta svo miklu máli þegar vel gengur, er að skila aftur til samfélagsins líka. „Við styrkjum ýmiss góðgerðarmál. Bæði á Íslandi og vegna stríðsins í Úkraínu. Við reynum líka reglulega að standa að einhverju jákvæðu. Til dæmis stóðum við fyrir sjálfbærri tískusýningu árið 2022 þar sem við fengum 29 konur af ólíkum uppruna og bakgrunni til að sýna, sumar þeirra jafnvel með börnin sín,“ segir Anna en tilgangur sýningarinnar var skýr: Að sýna að íslensk hágæða tískuframleiðsla getur vel verið sjálfbær. MJÚK Iceland er stolt af því að framleiða á Íslandi. „Ég bý auðvitað vel af því að hafa verið að reka framleiðslufyrirtæki fjölskyldunnar í Úkraínu. En ég hef líka byggt upp stórt tengslanet af íslenskum prjónurum. Það tengslanet fór ég að vinna í fljótlega eftir að ég stofnaði MJÚK Iceland,“ segir Anna og brosir. Allar vörur MJÚK Iceland eru til í takmörkuðu magni og Anna á varla til nógu sterk orð til að lýsa teyminu sínu. Því hjá fyrirtækinu starfa nú þrjátíu manns, flest konur og þær koma hvaðanæva að; Frá Íslandi, Úkraínu, Englandi, Grikklandi, Spáni, Kína. „Deilum geislum góðvildar og jákvæðni er okkar mantra,“ segir Anna og brosir. En orðatiltækið snertir hana djúpt. „Ég hef upplifað sára erfiðleika við að eignast barn og yfirstígið erfiðar fjárhagslegar áskoranir í rekstri. Öll þessi reynsla hefur gert mig meðvitaðri og ákveðnari í því að byggja MJÚK Iceland upp sem jákvæðan og öruggan stað að vera á. Við sem þar störfum erum hópur sem fögnum afmælisdögum og hátíðum saman. En við syrgjum líka saman og styðjum hvort annað þegar þarf. Í lífi allra eru nefnilega hæðir og lægðir.“ Anna segir hópinn líka duglegan að gera hluti saman utan vinnu. Fara á tónleika, skoða söfn, læra íslensku og fleira. Í vor ferðaðist hópurinn líka saman til Ítalíu í boði fyrirtækisins; til Veróna, Flórens og Feneyja. „Við skemmtum okkur rosalega vel en hugmyndin að ferðinni tengist líka þessu tímabili sem tók við eftir að Natalía Júlía fæddist. Því þá var ég alltof veikburða í langan tíma. Svo máttfarin var ég að Bergur þurfti að leggja Natalíu á brjóstið mitt til að gefa henni eða að pumpa mig til að gefa henni úr pela,“ segir Anna og bætir við: „Þarna var ég of veikburða til að vinna. Eitthvað sem mér hefði alltaf þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum síðan. Það sem ég lærði samt þarna er að á meðan ég var að jafna mig, gat ég treyst á starfsfólkið mitt til að sjá um vinnuna að mestu leyti á meðan. Þetta var ómetanlegt að finna.“ Anna lumar líka á stórskemmtilegum sögum. Til dæmis því að hún sem áhugamatreiðslukona hafi komist í úrslit í Master Chef í Úkraínu. Eða hvernig kínverjar biðja stundum um að fá að taka mynd af henni í búðinni, eins og hún sé fræg! Skýringin er sú stórskemmtilega saga að Anna dró eitt sinn inn í búð eina frægustu fyrirsætu og leikkonu Kína og endaði með að fá 600 milljón manna áhorf í Kína frá búðinni! Vísir og Stöð 2 sögðu frá þessari sögu í fyrra og hana má lesa hér: Í töluðum orðum er Anna reyndar aftur stödd á Ítalíu. „Við ákváðum að fara í frí til Ítalíu en blanda fríinu okkar saman við smá vinnuferð. Þetta er í fyrsta sinn sem við erum að fara í langferð með Natalíu Júlíu. Vildum fyrst vera viss um að allt væri að ganga vel. Sem það svo sannarlega er að gera og nú erum við einfaldlega meðvituð um að njóta.“ Fjölskyldumál Landspítalinn Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Starfsframi Heilsa Tengdar fréttir Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. 9. mars 2025 08:01 „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Sjá meira
Á meðan hringir eiginmaðurinn Bergur í sjúkrabíl. Jafn skelfingu lostinn. Stígur meira að segja í blóðið á gólfinu. Er rétt að vakna og reyna að ná áttum: Hvað er eiginlega að gerast? Um tuttugu klukkustundum seinna er dóttirin fædd; Sú allra fegursta í heimi að mati foreldranna. Langþráður draumur hefur loksins ræst; Því það tók hjónin Önnu Morris og Berg Guðmundsson heil sex ár að ná að eignast barn. Með allri þeirri ömurlegu og erfiðu þrautagöngu sem því fylgir fyrir fólk sem þræðir hverja meðferðina og hvert klíníkið á fætur öðru. En martröðinni var þó ekki lokið. „Ég skildi ekki allt sem læknarnir og ljósmóðirin voru að segja. En sá á svipnum á þeim að það var eitthvað mjög alvarlegt í gangi. Blóðið var aftur farið að fossa og ég man að ég horfði á Berg með nýfæddu dóttur okkar í fanginu og hugsaði: Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ segir Anna og á erfitt með mál. Að rifja upp þetta augnablik er einfaldlega of sárt. „Bergur var búinn að klæða sig úr að ofan svo nýfædd dóttir okkar gæti fundið fyrir honum og hjartslættinum hans. Þessi tengsl foreldris og barns sem eru svo mikilvæg. Mamma stóð hjá, hún hafði verið viðstödd fæðinguna líka. Ég horfði á fólkið mitt og reyndi að fanga þetta augnablik; Algjörlega sannfærð um að þetta væri mín síðasta mynd af fólkinu sem ég elska mest.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Ástarsaga Önnu og Bergs Guðmundssonar er afar falleg saga. Nokkrum mínútum eftir að þau eignuðust dótturina Natalíu Júlíu, var brunað með Önnu í þriggja klukkustunda aðgerð. Anna horfði á Berg beran að ofan með barnið þeirra í fanginu og hugsaði með sér: Mun ég aldrei sjá þau aftur? Landspítalinn bestur í heimi Í dag erum við minnt á þá staðreynd að enn deyja konur af völdum barnsfæðinga víða um heim. Og líka minnt á hversu dýrmæt gjöf það er í lífinu, að geta eignast barn. Saga Önnu er kraftaverkasaga í margvíslegu tilliti. Og í raun er Anna sjálf algjör kraftaverkakona. „Ég fyrst og fremst vona að sagan mín geti hjálpað öðrum. Gefið fólki von,“ segir hún þó auðmjúk. En hreinskilin á sama tíma, talar tæpitungulaust. „Mér finnst til dæmis oft vanta ýmislegt í viðtöl við fólk sem hefur þurft að hafa mikið fyrir því að eignast barn,“ segir Anna. Og nefnir nokkur dæmi. „Lyfin gera mann til dæmis kolruglaðan. Ég var algjörlega hætt að þekkja sjálfa mig. Var skapill og rugluð, ólík sjálfri mér. Til viðbótar við þá líðan sem fylgdi því að halda að Bergi fyndist minna til mín koma sem maka, fyrst ég gæti ekki eignast barn.“ Annað dæmi er þegar óléttan loksins tekst. „Lífið verður á því augnabliki ekkert æðislegt og auðvelt eins og í bíómyndunum. Því þá tekur við óttinn um að eitthvað geti gerst á meðgöngunni.“ Í tilfelli Önnu, erum við líka minnt á að allar fæðingar geta verið hættulegar í eðli sínu. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum. Að halda fyrst að dóttir mín væri dáin en stuttu síðar að ég væri að deyja. Ég var þó ekki hrædd við að deyja. En mér fannst erfið tilhugsun að skilja Berg og dóttur mína eftir ein.“ Anna er íslensku heilbrigðiskerfi ótrúlega þakklát. „Ég er algjörlega sannfærð um að ef ég hefði verið stödd einhvers staðar annars staðar en á Íslandi, þá væri ég ekki hér. Viðbrögð alls starfsfólksins á Kvennadeild Landspítalans björguðu lífi mínu og það sama myndi ég segja um fólkið á sjúkrabílnum; Það skipti sköpum hversu fljótt allir brugðust við. Þótt fólk kvarti oft yfir heilbrigðiskerfinu og biðlistum er ég lifandi sönnun þess að þegar á reynir, er allt gert hér sem mögulegt er til þess að bjarga lífi.“ Anna varð að byrja að vinna snemma. Og lærði líka ung hverjir voru í mafíunni í Úkraínu. Við fall Sovétríkjanna breyttist allt á einum degi. Pabbi hennar, ofursti í hernum, lækkaði tífalt í launum en mamma hennar brá þá á það ráð að fara í rekstur. Hér má sjá fjölskyldumyndir af Önnu með foreldrum sínum og eins systur á neðri mynd th. Ótrúlegt líf; Sovétríkin og mafían Anna er fædd og uppalin í Úkraínu. Hún fluttist þó ekki til Íslands út af stríðinu þar, því Anna flutti til Íslands árið 2017 og rekur hér fyrirtækið MJÚK Iceland. Fyrirtæki ársins 2024 hjá VR í hópi smærri fyrirtækja. Og það þarf ekki langa samveru með Önnu í samtalinu, til að átta sig á því að Anna er svo sannarlega ung kona sem kallar ekki allt ömmu sína. Enda hefur hún gengið í gegnum ótrúlega sögulega og erfiða tíma. „Pabbi þjónaði sem ofursti í hernum og þótt Sovétríkin hafi gengið út á það að þar ættu allir íbúar að vera jafnir, vorum við fjölskylda sem töldumst hafa það nokkuð gott,“ segir Anna, sem sjálf er fædd árið 1987. „Þegar Sovétríkin hrundu, breyttist allt á einum degi. Háttsettir menn í hernum eins og pabbi, lækkuðu til dæmis í launum um tífalt og jafnvel rúmlega það.“ Við það breyttist líf fjölskyldunnar umtalsvert. Og erfiðir tímar tóku almennt við fyrir íbúa. „Mamma hafði verið heimavinnandi húsmóðir en vissi að það skipti pabba mjög miklu máli að halda áfram í hernum. Annars fyndist honum hann vera að svíkja um tvö þúsund hermenn sem hann var ábyrgur fyrir. Það sem mamma gerði því var að fara sjálf í viðskipti og rekstur,“ segir Anna og útskýrir. „Rekstur mömmu byrjaði þannig að hún keypti gæðavörur í Úkraínu; teppi, hnetur, hunang súrsaðar gúrkur og sópa. Síðan keyrði hún með vörurnar og okkur systurnar um tvö þúsund kílómetra yfir til Rússlands. Þar seldi hún úkraínsku vörurnar en fyllti bílinn af gæðavörum frá Rússlandi og við keyrðum til baka til að selja þær þar,“ segir Anna en systir Önnu er tíu árum eldri en hún. „Ég byrjaði því mjög ung að vinna. En var líka mjög ung búin að læra hverjir væru hvað,“ segir Anna og útlistar veröld sem við Íslendingar þekkjum ekki. Þar sem mafían og spilling ríkir. „Ég var bara lítil þegar ég fattaði hvaða menn þetta væru sem mamma og pabbi létu reglulega fá pening. Þetta var mafían sem tók peninga gegn því að veita okkur vernd. Verndin fólst þá í að ekki yrði kveikt í vöruhúsinu okkar eða eitthvað sambærilegt.“ Að borga mafíunni var þó ekki alltaf skotheld trygging. „Eitt sinn gerðist það að flutningafyrirtæki með mörg þúsund gámum frá mörgum litlum fyrirtækjum eins og okkar hvarf sem þýddi fyrir mömmu og pabba að við vorum ekki með neinar vörur til að selja, en samt með lán til að greiða því vörukaupin voru fjármögnuð með lántöku,“ segir Anna og bætir við: „Enn í dag get ég ekki borðað núðlur né fiskrétti með tómatsósu. Því í sex mánuði borðuðum við aðeins það sem ódýrast var. Sem var þetta tvennt; Núðlur og fiskmatur úr dósum með tómatsósu.“ Anna og Bergur stofnuðu MJÚK Iceland árið 2017 og nýverið festu þau kaup á húsnæði fyrir fimmtu verslunina. Öll framleiðsla er á Íslandi og í fyrra var fyrirtækið valið fyrirtæki ársins hjá VR í hópi smærri fyrirtækja. Anna er sjálf yfirhönnuður MJÚK Iceland. Í bissness á Íslandi: Fyrstu skrefin Að þurfa að vinna svona mikið og læra svona snemma hversu erfitt lífið gæti verið, gerði Önnu einfaldlega ákveðna í því að mennta þannig að hún yrði sterk og sjálfstæð í sínum starfsframa. Sem svo sannarlega gekk eftir. Því Anna er með meistaragráðu í alþjóðlegri fjármálastjórnun og starfaði um tíma hjá stórum og virtum aðilum í Úkraínu og Sviss; PWC til dæmis. Þegar hún var 18 ára starfaði Anna líka sem túlkur og aðstoðarmaður sendiherra um tíma. Fjölskyldufyrirtækið fór þó alltaf að toga meira og meira í hana. Enda er Anna hönnuður af guðs náð og smátt og smátt stækkaði fjölskyldufyrirtækið þannig að það þróaðist í framleiðslufyrirtæki með ullarvörur; tvær verksmiðjur og sýningarsal. „Ég vissi samt að til þess að stækka þyrftum við að horfa á stærri og dýrari markaði. Því í Úkraínu fór samkeppnin harðnandi við ódýrar innfluttar vörur sem voru ekki nálægt því að vera í sömu gæðum og okkar. Ég fór því að horfa til markaða eins og Íslands, Danmerkur, Noreg og jafnvel Finnlands og þessu tengt fór ég að koma til Íslands,“ segir Anna og útskýrir að það sem Ísland hefur fram yfir hin löndin er að hér er veðrið einfaldlega þannig að markaður fyrir ullarvörur er allt árið. Anna kom fyrst til Íslands árið 2009. En leiðin að því að hasla sér völl á Íslandi var ekki greið. „Ég gafst samt ekki upp. Þótt ég fengi ansi mörg Nei. Margir svöruðu ekki einu sinni tölvupóstum frá mér. Þegar fyrsta pöntunin loksins kom, lagði ég allt í sölurnar til að gera viðskiptavininn eins ánægðan og hugsast gat. Hugsaði mest um að viðskiptavinurinn yrði ánægður og myndi panta meir, ekki hversu mikið við værum að fá út úr viðskiptunum. Enda gekk þetta eftir og smátt og smátt fóru nokkrir aðilar að panta frá okkur og kaupin að verða tíðari.“ En áður en þessi bolti fór að rúlla, bankaði ástin þó upp á dyrnar. Fyrsta deitið var í Húsdýragarðinum en fyrsti kossinn á veitingastað í Úkraínu. Anna er mjög buguð þegar hún lýsir angistinni og þrautagöngunni sem fylgdi sex ára baráttu við að eignast barn. Hjónin leituðu til klíníka hérlendis og erlendis en oft fékk Anna á tilfinninguna að fyrirtækin væru fyrst og fremst að reyna að hafa af þeim pening.Einkasafn, Ksenia Mist Gullfalleg ástarsaga: Anna og Bergur Einn daginn í maí árið 2017, var Anna stödd í Reykjavík til að reyna að koma vörum fjölskyldufyrirtækisins á framfæri. Anna átti bókaðan fund á Skólavörðustíg en var mætt snemma og ákvað því að láta verða af því að fara upp turninn í Hallgrímskirkju. Á sama tíma, ákvað Bergur nokkur Guðmundsson að gera slíkt hið sama. Bergur hafði þá búið erlendis í mörg ár, var nýfluttur heim aftur og átti lausa stund við Hallgrímskirkjuna. Fyrir tilviljun voru Anna og Bergur því samferða upp í lyftunni á Hallgrímskirkju. „Það var samt ekkert í loftinu sem ég fann þá. Ég bað Berg um að taka mynd af mér þegar við vorum komin upp og ég tók í staðinn mynd af honum. Því á öllum ferðalögum tók ég myndir en það er leiðinlegt að eiga ekkert nema sjálfur.“ Bergur og Anna skiptust þó á símanúmerum áður en þau kvöddust. „Um kvöldið sendi Bergur mér skilaboð og spurði hvort við ættum að skella okkur á salsakvöld í IÐNÓ. Mér fannst klukkan orðin of margt en lagði til að við myndum hittast í Húsdýragarðinum daginn eftir.“ Að langa að sjá Húsdýragarðinn átti sér reyndar vinnutengda skýringu. „Á þessum tíma sá ég líka um alþjóðleg samskipti og tengsl í einum stærstu góðgerðasamtaka Úkraínu; Oleksandr Feldman Foundation. Þau ráku stærsta garð fyrir vernd líffræðilegrar fjölbreytni og menningu í Kharkiv.“ Þaðan röltu Anna og Bergur síðan yfir á kaffihúsið í Grasagarðinum, sem segja má að eigi vissan stað í hjörtum þeirra í dag. Mér fannst samt ekkert vera í loftinu þá heldur. En hef auðvitað lært það síðan að íslenskir karlmenn eru þekktir fyrir að gefa ekkert upp of snemma; það er ekkert hægt að lesa úr andlitinu á þeim!“ Næstu vikur og mánuði ræddu Anna og Bergur stundum saman. Bergur oft á ferðalögum en hún oftast í Úkraínu. „Síðan sendi hann mér skilaboð, staddur í Osló og sagðist vera að spá í að koma til Úkraínu. Því Bergur þekkir vel til sögu austantjaldslandanna en sagðist langa að heimsækja eitt þeirra og upplifa á eigin skinni.“ Úr varð að Bergur kom til Úkraínu þar sem Anna lagði sig fram um að sýna honum sem mest. „Áður en hann fór heim, fórum við út að borða á afar fallegan stað með útsýni yfir vatnið. Enn var ég ekki að átta mig á að neitt væri í loftinu. Því Bergur í raun sagði ekki neitt beint við mig. Eða allt þar til hann kyssti mig fyrsta kossinn á þessu veitingahúsi,“ segir Anna og ljóst að rómantíkin svo sannarlega sveif yfir vötnum á þessu augnabliki. Það fylgir því mikið andlegt álag að reyna að eignast barn og lyfin gera mann kolruglaðan segir Anna. Á sama tíma voru hjónin að byggja upp fyrirtækið, sem réri lífróður í Covid. Þá leigðu þau út íbúðina sína, sváfu sjálf á annarri hæð í einni versluninni og fóru í sturtu í sundi. Sambandið þróaðist og úr varð að Anna myndi flytja til Íslands. Enda Anna þá þegar farin að selja svolítið af vörum á Íslandi. Anna viðurkennir að það að vera vinnualki, hafi að hluta til hjálpað. „Mér fannst ekkert erfitt að flytja til Íslands. Kannski að hluta til vegna þess að ég hafði áður flutt til útlanda; þegar ég flutti til Sviss. En líka vegna þess að ég fann ekkert meira fyrir myrkrinu á Íslandi en í Úkraínu. Því þar fór ég svo snemma til vinnu að það var enn myrkur. Vann fram á kvöld og fór heim í myrkri.“ Anna og Bergur tóku fljótlega ákvörðun um að stofna íslenskt fyrirtæki í kringum starfsemi Önnu. Fyrirtækið Mjúk Iceland var því stofnað árið 2017. Í dag rekur MJÚK Iceland fimm verslanir og selur þar hágæða tískufatnað; Húfur, trefla, teppi, hárbönd, hanska, fatnað og fleira. Úr íslenskri ull, erlendri gæðaull, kasmír, Alpaca, silki og fleira. En á sama tíma og Anna hefur verið að byggja upp glæsilegt fyrirtæki á Íslandi, tókst hún á við stærsta og erfiðasta verkefnið sitt á ævinni: Að reyna að eignast barn. Lífið verður ekki einfalt og æðislegt þótt óléttan takist loks. Þá tekur við timabil í ótta um hvort allt verði í lagi. Mamma Önnu flutti til Íslands vegna stríðsins í Úkraínu. Þegar hún heyrði fréttirnar um óléttuna, sá Anna í svipnum hennar hvoru tveggja í senn: Gleði og áhyggjur. Áfallið Anna segir það alltaf hafa verið draum hjá sér að verða mamma. Og henni finnst því sárt að lýsa því hvað tók við. Tárin einfaldlega renna niður kinnar. „Við vorum búin að reyna án árangurs í um eitt ár. Ég hafði þó ekki mjög miklar áhyggjur af þessu því ég hef gert allt rétt; Reyki ekki, drekk nánast ekki, hugsa vel um sjálfan mig og er ekki í neinni óreglu.“ Allt kom fyrir ekki og á endanum fór Anna í allsherjar skoðun hjá klíník í Úkraínu. Þar sem áfallið reið yfir. Aftur renna tárin niður kinnar. Enda erfitt að reyna að ímynda sér hversu sársaukafullt það er að heyra lækni segja: „Þú getur mjög líklega aldrei eignast barn.“ Því það voru skilaboðin. „Mér var sagt að ég hefði einfaldlega ekki nægilegan eggjaforða til að verða ófrísk. Hvers vegna svo er veit enginn. Sem er erfitt því auðvitað spyr maður sig: Hvers vegna er ég að lenda í þessu? Ég hef hugsað vel um sjálfa mig og reynt að gera allt rétt; hversu óréttlátt er það þá að ég geti ekki eignast börn?“ Tímabilið sem tók við var vægast sagt erfitt. „Við fórum í hverja klíníkina á fætur annarri. Í Úkraínu, á Íslandi, í Sviss. Fyrir hverja meðferð gerði maður sér vonir um að nú tækist þetta. Að í þetta sinn yrði ég ólétt. En allt kom fyrir ekki og ef ég á að vera hreinskilin fékk ég oft á tilfinninguna að þessi fyrirtæki væru meira að hugsa um að ná peningum af manni heldur en nokkurn tíma að hjálpa manni. Stundum einfaldlega sá maður að meira að segja læknarnir sjálfir höfðu enga trú á að þetta tækist.“ Og það er ljóst að þessi sterka kona sem Anna augljóslega er, virðist enn buguð af reynslunni. Maður verður svo brotin. Líður eins og einhvers konar vélmenni sem verið er að reyna að kreista úr einhverjum eggjum. Ekkert annað kemst að; þú hugsar ekki um neitt nema þetta. Í ofanálag var líkamsklukkan mín líka farin að tikka.“ Því já; árin einfaldlega liðu. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því andlega álagi sem getur skapast af því að fólk sé að reyna að eignast börn. Oft fannst mér það líka vanta hjá karlkynslæknum. Sem gátu stundum verið ónærgætnir í tali,“ segir Anna og nefnir tvö skelfileg dæmi. Annað frá Sviss. „Bergur fór allt með mér en í þetta sinn fór ég ein til Sviss því það eina sem ég var að gera var að sækja lyf sem ég átti að taka til undirbúnings fyrir næstu meðferð. Allt í kringum þetta ferli er ofboðslega dýrt og allt þarf að vera mjög nákvæmt. Ég átti síðan að flytja lyfið heim í kæliboxi þannig að Bergur gæti sprautað því í mig í ákveðinn tíma áður en sjálf meðferð með fósturvísa myndi hefjast.“ Þegar Anna mætti á klíníkina var henni hins vegar tjáð að lyfið væri ekki til. „Bara sí svona. Eins og það væri ekkert alvarlegt að vera ekki búnir að undirbúa komu mína frá Íslandi.“ Til að gera stöðuna enn erfiðari, brást starfsfólkið við þannig að það fékk apótekara nálægt til að koma með lyfið og síðan var pressað á Önnu að borga. „Ég átti að borga tvö til þrjú þúsund evrur fyrir lyf frá apótekara sem ég kunni engin deili á og lyf sem var ekki frágengið í kælikassa. Ég vildi ekki gera þetta svona, bað um að mér yrði hjálpað, ég væri frá Íslandi. En hópurinn í heild sinni ýtti svo á mig að það endaði með því að ég borgaði uppsett verð, hélt grátandi út og þurfti síðan að hlaupa á milli búða – hágrátandi - til að finna klaka og kælibox þannig að lyfið myndi ekki eyðileggjast.“ Hágrátandi hringdi hún í Berg, sem gat lítið gert frá Íslandi en hringdi þó í klíníkina úti og jós yfir þau skömmum. Annað dæmi er frá Íslandi. „Ég fór á klíníkina til að fá dagsetningu á því hvenær meðferð myndi hefjast með fjóra fósturvísa sem við áttum. Læknirinn sem ég hitti hafði ég ekki hitt áður. Hann fletti upp í tölvunni og sagði: Nei, þið eigið enga fósturvísa.“ Anna fékk áfall. „Í svona ferli er hver einasti fósturvísir það dýrmætasta sem þú átt. Því þú ert alltaf að hugsa: Tekst þetta núna? Er þetta fósturvísirinn sem verður barnið mitt. Ég var auðvitað með á hreinu að við ættum fjóra fósturvísa og sagði að þetta gæti ekki staðist.“ Aftur leit læknirinn á tölvuna. Nokkrir músasmellir: Klikk, klikk. „Nei, þeir dóu.“ Anna hringdi í Berg, algjörlega niðurbrotin og sagði honum hvað hefði gerst. Bergur heimtaði að fá að tala við yfirlækni og nokkrum mínútum síðar var sá mættur inn á skrifstofuna. Yfirlæknirinn fletti upp í kerfið og viti menn: Fjórir fósturvísar fundust. Fyrri læknirinn hafði þá einfaldlega gert þau mistök að fletta ekki upp á réttum stað í kerfinu. „Hugsaðu þér ónærgætnina: Að segja mér einfaldlega að fósturvísarnir mínir hefðu dáið.“ Önnu hafði alltaf dreymt um að verða mamma. Að heyra lækni segja að þú getir ekki eignast barn, segir Anna ólýsanlega sárt. Tárin renna oft niður kinnar í samtalinu við Önnu. Enda þrautagangan búin að vera löng og strembin þótt sagan eigi sér yndislegan endi: Natalíu Júlíu. Þegar kraftaverkin gerast Þegar sex ár voru liðin var Anna löngu búin að missa töluna á öllum þeim meðferðum og heimsóknum á klíníkum hérlendis og erlendis. Að taka enn eitt þungunarprófið var fyrir Önnu því engin tenging við neina gleðistund. „Mér fannst ég vera búin að taka milljón þungunarpróf. Og alltaf varð maður vonsvikin. Þennan dag sat ég með þungunarprófið, beið eftir niðurstöðum og var frosin frekar en spennt.“ Þegar Anna sá að niðurstöðurnar voru jákvæðar, missti hún röddina eitt augnablik. „En náði svo loks að kalla: Bergur, Bergur….. sem varla ætlaði að trúa fréttunum því hann einfaldlega eins og hálf lamaðist,“ segir Anna og brosir. „Það sama átti við um mömmu. Hún var flutt til okkar vegna stríðsins í Úkraínu. Ég sá á svipnum hennar að hún var í senn ánægð og óttaslegin.“ Fyrstu mánuðina voru áhyggjurnar svo miklar að skötuhjúin ákváðu að segja sem fæstum frá óléttunni. „Ég sagði ekki einu sinni pabba það fyrr en ég var komin sex mánuði á leið. Og komst upp með það því ég talaði alltaf við hann í myndsímtali og þá sá hann bara efri hlutann á mér en ekki magasvæðið.“ Loks var farið að sjást svo vel á Önnu að það var ekki hægt annað en að opinbera leyndarmálið. „Meðgangan gekk vel og ég vann fram á síðasta dag,“ segir Anna en tiltekur þó að auðvitað hafa hún verið byrjuð að gera ráðstafanir í vinnunni; að úthluta verkefnum og gera ráð fyrir að fara í fæðingarorlof. „Eitt af því dásamlegasta sem við gerðum rétt undir lokin var að fara í þrívíddarsónar. Sem var mögnuð upplifun. Þarna sáum við dóttur okkar ljóslifandi fyrir okkur. Hún meira að segja brosti,“ segir Anna og glampinn sést í augunum. Anna segir hópinn í MJÚK Iceland einkar samheldin. Um þrjátíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu en sjálf er Anna með meistaragráðu í alþjóðlegri fjármálastjórnun. Hún segist búa vel að reynslu fjölskyldurekstursins í Úkraínu. Sem samanstóð af tveimur verksmiðjum og sýninarsal þegar mest var. Líf í heljargreipum Anna var sett á 9.júní og því var fæðingartaskan og helsta dótið löngu klárt heima. En allt kom fyrir ekki; Sú litla lét ekkert á sér kræla. „Við gerðum samt allt sem konum er sagt að gera; Fórum í langa göngu 17.júní og gengum upp og niður hæðir.“ Að morgni 18.júní árið 2024 vaknaði Anna snemma og fór á klósettið. Skreið síðan aftur upp í rúm og fann þá fyrir heitum vökva renna niður á milli fóta. „Svona er það þá að missa vatnið hugsaði ég,“ segir Anna sem vakti Berg um hæl. Þegar Anna tók sængina hins vegar af sér sá hún sér til mikillar skelfingar að þetta var ekki vatn heldur blóð. „Og svo mikið var þetta blóð að mér fannst eiginlega ekki að það gæti verið úr mér. Þetta var í alvörunni eins og blóð sem fossaði úr hesti, stóru dýri frekar en manneskju. Ég lagði hendurnar fyrir eins og til að reyna að stoppa eða reyna að finna eitthvað. Það sem ég fann vissi ég hins vegar ekki hvort væri höfuðið á barninu eða einhvers konar sultukenndur hnullungur af blóði.“ Það tekur virkilega á að heyra sársaukann í rödd Önnu þegar hún lýsir atburðinum. Þeirri angist sem fylgdi því fyrir verðandi foreldra að vita ekki hvort þau næðu mögulega aldrei að kynnast dóttur sinni. Tárin renna í stöðugum straumum og það er erfitt að tala. Var lífið sem hún hafði fundið fyrir í kviðnum í marga mánuði þegar farið? Eða gæti hún bjargað dóttur sinni? Í smá tíma sitjum við í þögn. Meira að segja sjúkraliðarnir á sjúkrabílnum var brugðið því þegar það er svona mikið blóð út um allt, verða allir hræddir. Ekkert okkar vissi hvað var að gerast og svo mikið var blóðið að meira að segja Bergur var allur orðinn blóðugur.“ Anna myndi ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum það sama og hún gerði. Hún er sannfærð um að ef hún hefði ekki verið stödd á Íslandi, hefði henni og barninu jafnvel ekki verið bjargað. Bergur, mamma Önnu og starfsfólk Mjúk Iceland útbjó 250 gjafir fyrir starfsfólk kvennadeildar Landspítalans í þakkarskyni. Á Landspítalanum tók við her fagfólks og segir Anna varla hægt að koma því í orð, hversu þakklát hún er öllu því góða fólki sem þar starfar. „Það fylgdi því óumræðilegur léttir að heyra hjartsláttinn hennar þegar það var búið að tengja mig við mónitor. Og á spítalanum tókst þeim líka að stöðva blæðinguna.“ Við tók fæðingin og þar viðurkennir Anna að hafa undirbúið sig á sama hátt og margir aðrir foreldrar gera: „Að hún yrði ekkert rosalega falleg. Því nýfædd börn eru það alls ekkert alltaf,“ segir Anna og hlær. „En þegar hún fæddist og var lögð á brjóstið á mér man ég að ég horfði bara á hana og hugsaði með mér: Hún er gullfalleg!“ Ástin streymdi nú allt um kring. Þessi stórbrotna ást sem fólk upplifir við fæðingu barns. „Það þurfti samt að gera að mér og ég þurfti að losna við fylgjuna. Bergur tók því dóttur okkar í fangið enda fór blóðið að fossa úr mér á ný.“ Svo virðist vera að fylgja Önnu hafi rifnað. Og eftir fæðingu tókst ekki að fjarlægja hana að fullu úr líkama Önnu. Sem getur verið lífshættulegt fyrir konur. Það þurfti því að bruna með mig í aðgerð. Ég vissi að þetta væri upp á líf og dauða en að upplifa þetta var óraunverulegt; Því ég var nýbúin að upplifa þann stóra draum að verða mamma og eignast gullfallega og heilbrigða dóttur. Síðan að horfa á þau og hugsa: Ég mun ekki ná að lifa með þeim.“ Velgengnin: Mikilvægi þess að skila til baka Samtals missti Anna meira þrjá lítra af blóði. Aðgerðin tók um þrjár klukkustundir. „Ég vona samt að sagan mín gefi öðru fólki von. Því jafn erfitt og okkar reynsla var, eignuðumst við heilbrigða og fallega stúlku; Natalíu Júlíu.“ Saga Önnu er samt líka saga um þrautseigju og seiglu. Við vorum til dæmis nálægt því að missa allt í Covid, þá réri fyrirtækið okkar lífróður. Um tíma leigðum við meira að segja út íbúðina okkar í Mosfellsbæ og sváfum á beddum á annarri hæðinni í versluninni okkar á Skólavörðustíg og fórum í sturtu í sundlaugunum.“ Þessa dagana eru Anna, Bergur og Natalía Júlía að njóta sín í fríi á Ítalíu. Anna talar oft um hversu þakklát hún er og hversu mikilvægt það sé að skila til baka til samfélagsins þegar vel gengur. Það sama gildir um starfsfólkið, sem hjónin buðu í Ítalíuferð í fyrra, enda sá hópurinn nánast alfarið um vinnuna á meðan Anna var sjálf of veikburða eftir fæðingu til að geta unnið. Verslanir MJÚK Iceland eru á Laugavegi 23, Skólavörðustíg 4 og Skólavörðustíg 36. Nýverið keyptu Anna og Bergur einnig verslunarrými að Klapparstíg 29. Sú verslun opnaði fyrsta apríl, en hún býður upp á það að viðskiptavinir geti látið hanna vörur fyrir sig, sem verða saumaðar á staðnum. Í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum sagði Anna líka að nýja verslunin yrði nokkurs konar verslun og outlet í bland: „Þegar við framleiðum vörurnar okkar þá fer fram mikil tilraunastarfsemi og við erum í raun með fleiri hundruð frumgerðir þar sem ég er stanslaust að hanna nýjar vörur. Nýja verslunin verður einnig frábrugðin hinum verslunum okkar að því leytinu til að við munum sýna viðskiptavinum hluta framleiðsluferlið okkar á staðnum,“ er haft eftir Önnu. Oft þegar Anna ræðir vinnuna, nefnir hún orðið þakklæti. Að kunna að meta það sem vel hefur tekist og sýna þakklæti í verki. „Við höfum líka verið meðvituð um að rækta sambandið við þá viðskiptavini sem héldu áfram að versla við okkur í Covid. Þegar Natalía Júlía fæddist, útbjuggu Bergur, mamma og starfsfólkið í MJÚK Iceland líka 250 ullargjafir sem við færðum öllum starfsmönnum kvennadeildarinnar.“ Því já; Eitt af því sem Önnu finnst skipta svo miklu máli þegar vel gengur, er að skila aftur til samfélagsins líka. „Við styrkjum ýmiss góðgerðarmál. Bæði á Íslandi og vegna stríðsins í Úkraínu. Við reynum líka reglulega að standa að einhverju jákvæðu. Til dæmis stóðum við fyrir sjálfbærri tískusýningu árið 2022 þar sem við fengum 29 konur af ólíkum uppruna og bakgrunni til að sýna, sumar þeirra jafnvel með börnin sín,“ segir Anna en tilgangur sýningarinnar var skýr: Að sýna að íslensk hágæða tískuframleiðsla getur vel verið sjálfbær. MJÚK Iceland er stolt af því að framleiða á Íslandi. „Ég bý auðvitað vel af því að hafa verið að reka framleiðslufyrirtæki fjölskyldunnar í Úkraínu. En ég hef líka byggt upp stórt tengslanet af íslenskum prjónurum. Það tengslanet fór ég að vinna í fljótlega eftir að ég stofnaði MJÚK Iceland,“ segir Anna og brosir. Allar vörur MJÚK Iceland eru til í takmörkuðu magni og Anna á varla til nógu sterk orð til að lýsa teyminu sínu. Því hjá fyrirtækinu starfa nú þrjátíu manns, flest konur og þær koma hvaðanæva að; Frá Íslandi, Úkraínu, Englandi, Grikklandi, Spáni, Kína. „Deilum geislum góðvildar og jákvæðni er okkar mantra,“ segir Anna og brosir. En orðatiltækið snertir hana djúpt. „Ég hef upplifað sára erfiðleika við að eignast barn og yfirstígið erfiðar fjárhagslegar áskoranir í rekstri. Öll þessi reynsla hefur gert mig meðvitaðri og ákveðnari í því að byggja MJÚK Iceland upp sem jákvæðan og öruggan stað að vera á. Við sem þar störfum erum hópur sem fögnum afmælisdögum og hátíðum saman. En við syrgjum líka saman og styðjum hvort annað þegar þarf. Í lífi allra eru nefnilega hæðir og lægðir.“ Anna segir hópinn líka duglegan að gera hluti saman utan vinnu. Fara á tónleika, skoða söfn, læra íslensku og fleira. Í vor ferðaðist hópurinn líka saman til Ítalíu í boði fyrirtækisins; til Veróna, Flórens og Feneyja. „Við skemmtum okkur rosalega vel en hugmyndin að ferðinni tengist líka þessu tímabili sem tók við eftir að Natalía Júlía fæddist. Því þá var ég alltof veikburða í langan tíma. Svo máttfarin var ég að Bergur þurfti að leggja Natalíu á brjóstið mitt til að gefa henni eða að pumpa mig til að gefa henni úr pela,“ segir Anna og bætir við: „Þarna var ég of veikburða til að vinna. Eitthvað sem mér hefði alltaf þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum síðan. Það sem ég lærði samt þarna er að á meðan ég var að jafna mig, gat ég treyst á starfsfólkið mitt til að sjá um vinnuna að mestu leyti á meðan. Þetta var ómetanlegt að finna.“ Anna lumar líka á stórskemmtilegum sögum. Til dæmis því að hún sem áhugamatreiðslukona hafi komist í úrslit í Master Chef í Úkraínu. Eða hvernig kínverjar biðja stundum um að fá að taka mynd af henni í búðinni, eins og hún sé fræg! Skýringin er sú stórskemmtilega saga að Anna dró eitt sinn inn í búð eina frægustu fyrirsætu og leikkonu Kína og endaði með að fá 600 milljón manna áhorf í Kína frá búðinni! Vísir og Stöð 2 sögðu frá þessari sögu í fyrra og hana má lesa hér: Í töluðum orðum er Anna reyndar aftur stödd á Ítalíu. „Við ákváðum að fara í frí til Ítalíu en blanda fríinu okkar saman við smá vinnuferð. Þetta er í fyrsta sinn sem við erum að fara í langferð með Natalíu Júlíu. Vildum fyrst vera viss um að allt væri að ganga vel. Sem það svo sannarlega er að gera og nú erum við einfaldlega meðvituð um að njóta.“
Fjölskyldumál Landspítalinn Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Starfsframi Heilsa Tengdar fréttir Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00 „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. 9. mars 2025 08:01 „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Sjá meira
Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. 23. mars 2025 08:00
„Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. 9. mars 2025 08:01
„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01
Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00
Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00