Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2025 09:31 Steinunn Björnsdóttir segir það hafa reynst snúnara að halda handboltanum við eftir að hún eignaðist sitt annað barn. Krafta hennar sé óskað á fleiri vígstöðvum og kominn sé tími til að setja harpixið á hilluna. Vísir/Vilhelm Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor. Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira