Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 20:37 Nærmynd af mannsauganu sem getur numið ýmsa liti. Á því eru þó takmörk en stundum er hægt að blekkja augað til að sjá meira en það getur. Getty Vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýjan blágrænan lit sem kallast „olo“ og ekkert auga hefur áður séð. Liturinn fékkst með því að skjóta laser-geisla inn í augu mennskra tilraunadýra og örva þannig frumur í sjónhimnum þeirra. BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita. Vísindi Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita.
Vísindi Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira