Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 09:59 Lando Norris þarf að vinna sig upp um níu sæti í dag til að vinna kappaksturinn í Sádi Arabíu. Getty/Kym Illman Bretinn Lando Norris klúðraði heldur betur málum og kallaði sjálfan sig „hálfvita“ (e. idiot) eftir að hafa klesst McLaren-bílinn sinn í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Sádi Arabíu í dag. Max Verstappen náði með ótrúlegum hring í gær að tryggja sér ráspólinn en hann varð 0,01 sekúndu á undan Oscar Piastri. Þeir tveir eru næstir á eftir Norris í heildarstigakeppninni en Norris er með 77 stig, Piastri 74 og Verstappen 69. Ljóst er að Norris gæti því misst toppsætið í dag en hann byrjar aðeins í 10. sæti eftir stórt klúður í tímatökum aðra keppnina í röð. „Það er eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl,“ sagði Norris eftir að hann varð í 6. sæti í tímatökunum í Barein. Eftir að hann klessti á í gær kallaði hann svo sjálfan sig „fokking hálfvita“ eins og heyra mátti í talstöðvarsamtali rétt eftir að hann staðfesti að það væri í lagi með sig. This is the moment that cost Lando Norris a chance at pole position tonight 😮🔽#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/QvzYSUYrha— Formula 1 (@F1) April 19, 2025 Norris var spurður út í þessi orð sín eftir tímatökurnar og hafði ekki skipt um skoðun. „Þetta passar alveg. Ég er sammála þessu. Ég ætti að vera að berjast um ráspólinn og ég ætti ekki að vera að taka svona áhættur eins og ég virðist gera,“ sagði Norris. Full footage of Lando Norris' crash in Q3!#F1 #Formula1 #SaudiArabianGP #LandoNorrispic.twitter.com/yHVkb8dNpO— Extreme Cars (@extremecars__) April 19, 2025 „Það er ekki víst að ég hefði komist á ráspól því Max gerði virkilega vel. Þeir voru fljótir og það kom ekki á óvart, svo það hefði verið gaman að taka þátt í slagnum. Mér gekk vel og leið þægilega en ég verð hvorki stoltur né ánægður eftir þetta. Ég hef brugðist mér sjálfum og liðinu, og strákarnir eiga mikið verk fyrir höndum við að laga allt saman,“ sagði Norris og bætti við: „Ég veit ekki hvað gerðist. Ég hef ekki haft tíma til að skoða það en þetta voru bara mistök. Mér leið vel og var ánægður, svo bílinn var sterkur. Ég er augljóslega búinn að gera mér sjálfum og öllum mjög erfitt fyrir núna en svona er lífið.“ Hér að neðan má sjá röðun manna fyrir ræsinguna í dag en bein útsending frá keppninni hefst klukkan 16:30 á Vodafone Sport. Svona er röðunin fyrir ræsingu kappakstursins í Sádi Arabíu í dag.@F1 Akstursíþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Max Verstappen náði með ótrúlegum hring í gær að tryggja sér ráspólinn en hann varð 0,01 sekúndu á undan Oscar Piastri. Þeir tveir eru næstir á eftir Norris í heildarstigakeppninni en Norris er með 77 stig, Piastri 74 og Verstappen 69. Ljóst er að Norris gæti því misst toppsætið í dag en hann byrjar aðeins í 10. sæti eftir stórt klúður í tímatökum aðra keppnina í röð. „Það er eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl,“ sagði Norris eftir að hann varð í 6. sæti í tímatökunum í Barein. Eftir að hann klessti á í gær kallaði hann svo sjálfan sig „fokking hálfvita“ eins og heyra mátti í talstöðvarsamtali rétt eftir að hann staðfesti að það væri í lagi með sig. This is the moment that cost Lando Norris a chance at pole position tonight 😮🔽#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/QvzYSUYrha— Formula 1 (@F1) April 19, 2025 Norris var spurður út í þessi orð sín eftir tímatökurnar og hafði ekki skipt um skoðun. „Þetta passar alveg. Ég er sammála þessu. Ég ætti að vera að berjast um ráspólinn og ég ætti ekki að vera að taka svona áhættur eins og ég virðist gera,“ sagði Norris. Full footage of Lando Norris' crash in Q3!#F1 #Formula1 #SaudiArabianGP #LandoNorrispic.twitter.com/yHVkb8dNpO— Extreme Cars (@extremecars__) April 19, 2025 „Það er ekki víst að ég hefði komist á ráspól því Max gerði virkilega vel. Þeir voru fljótir og það kom ekki á óvart, svo það hefði verið gaman að taka þátt í slagnum. Mér gekk vel og leið þægilega en ég verð hvorki stoltur né ánægður eftir þetta. Ég hef brugðist mér sjálfum og liðinu, og strákarnir eiga mikið verk fyrir höndum við að laga allt saman,“ sagði Norris og bætti við: „Ég veit ekki hvað gerðist. Ég hef ekki haft tíma til að skoða það en þetta voru bara mistök. Mér leið vel og var ánægður, svo bílinn var sterkur. Ég er augljóslega búinn að gera mér sjálfum og öllum mjög erfitt fyrir núna en svona er lífið.“ Hér að neðan má sjá röðun manna fyrir ræsinguna í dag en bein útsending frá keppninni hefst klukkan 16:30 á Vodafone Sport. Svona er röðunin fyrir ræsingu kappakstursins í Sádi Arabíu í dag.@F1
Akstursíþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira