Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 17:10 Daníel Leó tryggði mikilvægan sigur í dag. Sönderjyske Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Kolbeinn Þórðarson skoraði þá fyrra mark Gautaborgar í tapi gegn BK Häcken. Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Var þetta þriðji sigur liðsins í röð. 𝗗𝗘𝗡 𝗣𝗘𝗥𝗙𝗘𝗞𝗧𝗘 𝗨𝗚𝗘 er fuldendt ✔️✔️✔️7️⃣ dage9️⃣ point3️⃣ sejre i trækFantastisk arbejde af alle mand 💪🩵👏Giv et like til gutterne og mød op på Sydbank Park på næste søndag, når vi møder Viborg FF - det har holdet fortjent 🙌🎟️: https://t.co/m21PZA49Gf pic.twitter.com/Xjk8D0XhHs— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) April 20, 2025 Daníel Leó var í byrjunarliði Sönderjyske og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum á 67. mínútu fyrir Lirim Qamili sem skoraði fyrstu tvö mörk liðsins. Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá heimamönnum á 55. mínútu og lagði upp fyrra mark þeirra aðeins tíu mínútum síðar þegar reynsluboltinn Nicklas Helenius minnkaði muninn í 1-2. Það var svo Kasper Jørgensen sem minnkaði muninn í 2-3 eftir að Daníel Leó hafði skorað það sem reyndist sigurmarkið. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Sönderjyske sem er nú með 29 stig, sex stigum meira en Álaborg og tíu meira en Lyngby sem situr í fallsæti. Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eiga hins vegar leik til góða. Daníel Leó hefur spilað 19 af 27 leikjum Sönderjyske á leiktíðinni. Með hann í liðinu hefur liðið fengið 1,42 stig í leik á móti 0,25 í leik án hans. Það má því með sanni segja að miðvörðurinn sé stór ástæða þess að liðið er í góðri stöðu til að halda sæti sínu. Súrt tap í Svíþjóð Í Svíþjóð hafði Kolbeinn fengið gult spjald þegar hann jafnaði metin fyrir Gautaborg gegn BK Häcken á 38. mínútu. Gautaborg komst yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en því miður jafnaði Häcken metin áður en flautað var til loka hálfleiksins. Kvitterat på Gamla Ullevi! Kolbeinn Thordarson blir helt ren och kan nicka in 1-1 för IFK Göteborg! 🔵⚪ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/PUZHqXBVJZ— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 20, 2025 Kolbeinn var svo tekinn af velli þegar klukkustund var liðin og því miður fyrir hann og Gautaborg skoruðu gestirnir sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-3. Gautaborg er eftir leikinn í 10. sæti efstu deildar Svíþjóðar með sex stig að loknum fjórum leikjum. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Var þetta þriðji sigur liðsins í röð. 𝗗𝗘𝗡 𝗣𝗘𝗥𝗙𝗘𝗞𝗧𝗘 𝗨𝗚𝗘 er fuldendt ✔️✔️✔️7️⃣ dage9️⃣ point3️⃣ sejre i trækFantastisk arbejde af alle mand 💪🩵👏Giv et like til gutterne og mød op på Sydbank Park på næste søndag, når vi møder Viborg FF - det har holdet fortjent 🙌🎟️: https://t.co/m21PZA49Gf pic.twitter.com/Xjk8D0XhHs— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) April 20, 2025 Daníel Leó var í byrjunarliði Sönderjyske og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum á 67. mínútu fyrir Lirim Qamili sem skoraði fyrstu tvö mörk liðsins. Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá heimamönnum á 55. mínútu og lagði upp fyrra mark þeirra aðeins tíu mínútum síðar þegar reynsluboltinn Nicklas Helenius minnkaði muninn í 1-2. Það var svo Kasper Jørgensen sem minnkaði muninn í 2-3 eftir að Daníel Leó hafði skorað það sem reyndist sigurmarkið. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Sönderjyske sem er nú með 29 stig, sex stigum meira en Álaborg og tíu meira en Lyngby sem situr í fallsæti. Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eiga hins vegar leik til góða. Daníel Leó hefur spilað 19 af 27 leikjum Sönderjyske á leiktíðinni. Með hann í liðinu hefur liðið fengið 1,42 stig í leik á móti 0,25 í leik án hans. Það má því með sanni segja að miðvörðurinn sé stór ástæða þess að liðið er í góðri stöðu til að halda sæti sínu. Súrt tap í Svíþjóð Í Svíþjóð hafði Kolbeinn fengið gult spjald þegar hann jafnaði metin fyrir Gautaborg gegn BK Häcken á 38. mínútu. Gautaborg komst yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en því miður jafnaði Häcken metin áður en flautað var til loka hálfleiksins. Kvitterat på Gamla Ullevi! Kolbeinn Thordarson blir helt ren och kan nicka in 1-1 för IFK Göteborg! 🔵⚪ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/PUZHqXBVJZ— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 20, 2025 Kolbeinn var svo tekinn af velli þegar klukkustund var liðin og því miður fyrir hann og Gautaborg skoruðu gestirnir sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-3. Gautaborg er eftir leikinn í 10. sæti efstu deildar Svíþjóðar með sex stig að loknum fjórum leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira