Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Notkun Pete Hegseth á forritinu Signal hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Getty/Omar Havana Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira