Frans páfi er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:08 Frans páfi er látinn eftir skammvinn veikindi. Getty Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu. Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu.
Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira