Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 14:36 Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Vísir/Ívar Fannar Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún. Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún.
Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira