Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 11:33 Flestir fótboltaáhugamenn þekkja vel San Siro leikvanginn enda einn sá sögufrægasti í heimi. Getty/Alex Gottschalk Ítölsku fótboltarisarnir AC Milan og Internazionale Milan vilja fá nýjan leikvang í næstu framtíð en þau vilja líka vera áfram á San Siro svæðinu. Ein frumleg lausn á því vandamáli hefur vakið athygli. San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira