Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar 22. apríl 2025 08:32 Það er aldrei einfalt eða auðvelt að tilkynna um ofbeldi gegn barni og þó að lögin segi með skýrum hætti að okkur beri að tilkynna ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá hika mörg við að tilkynna. Sum vona að þetta lagist án aðgerða, önnur vona að þetta sé bara óheppilegt tímabil og það sé engin þörf á að bregðast við, sum reyna að ræða við gerendur ofbeldisins í stað þess að tilkynna og sum horfa einfaldlega í hina áttina. Ég veit að þetta er óþægilegt. Ég veit að fólk hefur áhyggjur af því að hafa rangt fyrir sér, áhyggjur af því að rugga bátnum, áhyggjur af því að missa tengsl við ættinga og vini og mörg óttast að vekja reiði og verða jafnvel sjálf fyrir ofbeldi. Það er óþægilegt. Hvað ef við erum að lesa rangt í aðstæður og frændi okkar hættir að tala við okkur, ef systir okkur reiðist okkur og gamall vinur kallar okkur öllum illum nöfnum á Facebook? Það er óþægilegt. Þessi óþægindi eru samt smávægileg í samanburði við það sem barn sem býr við ofbeldi gengur í gegnum, dag eftir dag. Þegar við forðumst þessi óþægindi til að hlífa okkar eigin tilfinningum þá erum við að forgangsraða okkar eigin þægindum fram yfir öryggi barns sem þarf á okkur að halda. Samkvæmt barnaverndarlögum er ábyrgðin skýr og öryggi barna vegur þyngra en okkar eigin dúnmjúki og öruggi þægindarammi. Það á ekki að vera þægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni. Þögnin verndar ekki börn Íslensk lög eru skýr: ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, búi við vanrækslu eða sýni af sér áhættuhegðun þá eigum við að tilkynna það til barnaverndar. Þetta á við um okkur öll og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ástæða sé til að tilkynna, þá er ástæða til að ræða málið og skoða það nánar. Við eigum oft erfitt með að átta okkur á því hvað það er sem er tilkynningarskylt, en það er alveg skýrt að við eigum aldrei að hunsa rauðu flöggin. Rauðu flöggin birtast stundum í ónotatilfinningu sem við eigum erfitt með að staðsetja, en um leið og við erum farin að velta því fyrir okkur í hljóði hvort að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá er það rautt flagg sem við verðum að skoða nánar. Ef við erum farin að orða það upphátt við okkar nánasta fólk að okkur grunar að eitthvað sé ekki í lagi, þá er það rautt flagg og við verðum að bregðast við. Í hvert sinn sem við grípum ekki inn þegar okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi sendum við barninu þau ómeðvituðu skilaboð að því beri að þegja, að það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt og við segjum þeim að enginn fullorðinn sjái eða vilji sjá. Þannig sendum við þeim sömu skilaboð og ofbeldismaðurinn sendir þeim. Rannsóknir sýna því miður að börn sem búa við ofbeldi segja alltof sjaldan sjálf frá og oft reyna þau að fela ofbeldið og þær aðstæður sem þau búa við. Ástæður þess að börn segja ekki frá eru margvíslegar og oft á tíðum mjög flóknar. Þau kunna að telja að ofbeldið sé ekki nægilega alvarlegt eða þau gætu skammast sín og talið sig bera ábyrgð á ofbeldinu. Sum óttast afleiðingar þess að segja frá fyrir sig eða geranda sinn eða skortir orðaforða til að lýsa reynslu sinni. Önnur átta sig ekki á því að það sem þau eru að upplifa sé ofbeldi. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að við séum vakandi fyrir merkjum um ofbeldi og bregðumst við, því ábyrgðin er okkar – aldrei þeirra. Við þurfum líka að átta okkur á því að tilkynning til barnaverndar er ekki sakfelling eða ásökun í þeim skilningi að það þýði endilega að þau sem eru tilkynnt séu ofbeldisfólk eða séu að vanrækja barnið sitt með vilja. Tilkynning er einfaldlega ákall um mat á stöðu barns og felur í sér traust á að fagfólk barnaverndar meti stöðuna og grípi til viðeigandi aðgerða ef þörf krefur. Stundum þurfum við stuðning til að annast börnin okkar betur, og það er allt í lagi. Verum vakandi í sumar – ábyrgðin er okkar Nú þegar styttist í sumarfrí skólanna er sérstaklega mikilvægt að minna okkur á að vera vakandi fyrir einkennum ofbeldis meðal barna. Starfsfólk leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki í frístund og starfsfólk lögreglu eru meðal helstu tilkynnenda til barnaverndar en yfir sumartímann er starfsemi skóla og frístundar skert sem felur í sér að mörg þeirra sem eru venjulega í daglegum tengslum við börn sjá þau ekki svo vikum skiptir. Það verður oft fækkun á tilkynningum yfir sumartímann sem er því miður ekki vísbending um að ofbeldisatvikum fækki heldur er það vegna þess að þau sem venjulega grípa inn eru flest í sumarfríi. Þá skiptir öllu máli að við hin, hver sem við erum og hvar sem við erum, bregðumst við ef við verðum vör við eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem vekur hjá okkur grun um ofbeldi. Þó að skólarnir fari í frí, þá verður ekkert frí hjá barni sem býr við ofbeldi. Þín tilkynning getur skipt sköpum Tilkynningarskyldan gildir jafnt um almenna borgara sem og fagfólk, og á ekki að vera háð því hvort viðkomandi hafi fyrir því ótvíræðar sannanir eða ekki að ofbeldi hafi átt sér stað. Tilkynningarskyldan á að vera hluti af því samfélagi sem við viljum byggja og búa í, samfélagi þar sem öryggi barna vegur þyngra en óþægindi okkar fullorðnu. Við þurfum að efla þekkingu á því hvenær og hvernig á að tilkynna. Við þurfum að þjálfa okkur í því að þora að bregðast við þó það sé óþægilegt og erfitt. Þú þarft ekki að vera viss, þú þarft ekki að hafa sannanir og þú þarft ekki að vera sérfræðingur í ofbeldisforvörnum eða barnavernd til að bregðast við og tilkynna. Ef þú hefur áhyggjur af barni, ert óviss og veist ekki hvað er best að gera þá geturðu haft samband við barnaverndarþjónustu í þínu sveitarfélagi, við Barna- og fjölskyldustofu eða Barnahús og fengið ráðgjöf. Það er óþægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni, en þín tilkynning getur skipt sköpum í lífi barns. Tilkynnum einu sinni of oft frekar en einu sinni of sjaldan. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aldrei einfalt eða auðvelt að tilkynna um ofbeldi gegn barni og þó að lögin segi með skýrum hætti að okkur beri að tilkynna ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá hika mörg við að tilkynna. Sum vona að þetta lagist án aðgerða, önnur vona að þetta sé bara óheppilegt tímabil og það sé engin þörf á að bregðast við, sum reyna að ræða við gerendur ofbeldisins í stað þess að tilkynna og sum horfa einfaldlega í hina áttina. Ég veit að þetta er óþægilegt. Ég veit að fólk hefur áhyggjur af því að hafa rangt fyrir sér, áhyggjur af því að rugga bátnum, áhyggjur af því að missa tengsl við ættinga og vini og mörg óttast að vekja reiði og verða jafnvel sjálf fyrir ofbeldi. Það er óþægilegt. Hvað ef við erum að lesa rangt í aðstæður og frændi okkar hættir að tala við okkur, ef systir okkur reiðist okkur og gamall vinur kallar okkur öllum illum nöfnum á Facebook? Það er óþægilegt. Þessi óþægindi eru samt smávægileg í samanburði við það sem barn sem býr við ofbeldi gengur í gegnum, dag eftir dag. Þegar við forðumst þessi óþægindi til að hlífa okkar eigin tilfinningum þá erum við að forgangsraða okkar eigin þægindum fram yfir öryggi barns sem þarf á okkur að halda. Samkvæmt barnaverndarlögum er ábyrgðin skýr og öryggi barna vegur þyngra en okkar eigin dúnmjúki og öruggi þægindarammi. Það á ekki að vera þægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni. Þögnin verndar ekki börn Íslensk lög eru skýr: ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, búi við vanrækslu eða sýni af sér áhættuhegðun þá eigum við að tilkynna það til barnaverndar. Þetta á við um okkur öll og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ástæða sé til að tilkynna, þá er ástæða til að ræða málið og skoða það nánar. Við eigum oft erfitt með að átta okkur á því hvað það er sem er tilkynningarskylt, en það er alveg skýrt að við eigum aldrei að hunsa rauðu flöggin. Rauðu flöggin birtast stundum í ónotatilfinningu sem við eigum erfitt með að staðsetja, en um leið og við erum farin að velta því fyrir okkur í hljóði hvort að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá er það rautt flagg sem við verðum að skoða nánar. Ef við erum farin að orða það upphátt við okkar nánasta fólk að okkur grunar að eitthvað sé ekki í lagi, þá er það rautt flagg og við verðum að bregðast við. Í hvert sinn sem við grípum ekki inn þegar okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi sendum við barninu þau ómeðvituðu skilaboð að því beri að þegja, að það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt og við segjum þeim að enginn fullorðinn sjái eða vilji sjá. Þannig sendum við þeim sömu skilaboð og ofbeldismaðurinn sendir þeim. Rannsóknir sýna því miður að börn sem búa við ofbeldi segja alltof sjaldan sjálf frá og oft reyna þau að fela ofbeldið og þær aðstæður sem þau búa við. Ástæður þess að börn segja ekki frá eru margvíslegar og oft á tíðum mjög flóknar. Þau kunna að telja að ofbeldið sé ekki nægilega alvarlegt eða þau gætu skammast sín og talið sig bera ábyrgð á ofbeldinu. Sum óttast afleiðingar þess að segja frá fyrir sig eða geranda sinn eða skortir orðaforða til að lýsa reynslu sinni. Önnur átta sig ekki á því að það sem þau eru að upplifa sé ofbeldi. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að við séum vakandi fyrir merkjum um ofbeldi og bregðumst við, því ábyrgðin er okkar – aldrei þeirra. Við þurfum líka að átta okkur á því að tilkynning til barnaverndar er ekki sakfelling eða ásökun í þeim skilningi að það þýði endilega að þau sem eru tilkynnt séu ofbeldisfólk eða séu að vanrækja barnið sitt með vilja. Tilkynning er einfaldlega ákall um mat á stöðu barns og felur í sér traust á að fagfólk barnaverndar meti stöðuna og grípi til viðeigandi aðgerða ef þörf krefur. Stundum þurfum við stuðning til að annast börnin okkar betur, og það er allt í lagi. Verum vakandi í sumar – ábyrgðin er okkar Nú þegar styttist í sumarfrí skólanna er sérstaklega mikilvægt að minna okkur á að vera vakandi fyrir einkennum ofbeldis meðal barna. Starfsfólk leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki í frístund og starfsfólk lögreglu eru meðal helstu tilkynnenda til barnaverndar en yfir sumartímann er starfsemi skóla og frístundar skert sem felur í sér að mörg þeirra sem eru venjulega í daglegum tengslum við börn sjá þau ekki svo vikum skiptir. Það verður oft fækkun á tilkynningum yfir sumartímann sem er því miður ekki vísbending um að ofbeldisatvikum fækki heldur er það vegna þess að þau sem venjulega grípa inn eru flest í sumarfríi. Þá skiptir öllu máli að við hin, hver sem við erum og hvar sem við erum, bregðumst við ef við verðum vör við eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem vekur hjá okkur grun um ofbeldi. Þó að skólarnir fari í frí, þá verður ekkert frí hjá barni sem býr við ofbeldi. Þín tilkynning getur skipt sköpum Tilkynningarskyldan gildir jafnt um almenna borgara sem og fagfólk, og á ekki að vera háð því hvort viðkomandi hafi fyrir því ótvíræðar sannanir eða ekki að ofbeldi hafi átt sér stað. Tilkynningarskyldan á að vera hluti af því samfélagi sem við viljum byggja og búa í, samfélagi þar sem öryggi barna vegur þyngra en óþægindi okkar fullorðnu. Við þurfum að efla þekkingu á því hvenær og hvernig á að tilkynna. Við þurfum að þjálfa okkur í því að þora að bregðast við þó það sé óþægilegt og erfitt. Þú þarft ekki að vera viss, þú þarft ekki að hafa sannanir og þú þarft ekki að vera sérfræðingur í ofbeldisforvörnum eða barnavernd til að bregðast við og tilkynna. Ef þú hefur áhyggjur af barni, ert óviss og veist ekki hvað er best að gera þá geturðu haft samband við barnaverndarþjónustu í þínu sveitarfélagi, við Barna- og fjölskyldustofu eða Barnahús og fengið ráðgjöf. Það er óþægilegt að tilkynna um ofbeldi gegn barni, en þín tilkynning getur skipt sköpum í lífi barns. Tilkynnum einu sinni of oft frekar en einu sinni of sjaldan. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun