Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 13:01 Arnar Davíð Jónsson var kátur í mótslok eftir sigur á mótinu í Eskilstuna. pbasweden.se Íslenski keilukappinn Arnar Davíð Jónsson fagnaði sigri á sænska stórmótinu PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open. Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi Keila Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Keila Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira