Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 21:48 Frá aðgerðum lögreglu í Nantes í dag. EPA Nemandinn sem grunaður er um að hafa stungið skólasystur sína til bana í Nantes í Frakklandi í dag er sagður hafa lýst yfir dýrkun á hugmyndum Adolfs Hitler. Hann sendi samnemendum sínum tölvupóst skömmu fyrir árásina þar sem hann segir hnattvæðingu spilla mannkyninu. Þrír til viðbótar eru særðir eftir árásina, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann var yfirbugaður af kennurum eftir að hafa ráðist að samnemendum sínum í kaþólskum einkaskóla í Nantes. Í færslu á X þakkar Emanuel Macron Frakklandsforseti kennurunum hugrekkið. „Með því að grípa inn í komu kennararnir líklega í veg fyrir frekari harmleik. Hugrekki þeirra er virðingarvert.“ Í umfjöllun France 24 segir að pilturinn sé nú í haldi lögreglu. Í löngum tölvupósti sem hann sendi á samnemendur sína skömmu fyrir árásina, og túlka má sem stefnuyfirlýsingu, sagði hann meðal annars hnattvæðingu hafa „breytt kerfinu okkar í vél sem spillir mannkyninu“. Þá kallaði hann eftir „líffræðilegri uppreisn“ til að koma á náttúrulegu jafnvægi vegna „vistmorðs hnattvæðingarinnar“. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Nantes að engin ummerki séu um að árásin teljist til hryðjuverkastarfsemi. Þá hefur miðillinn eftir samnemanda hans að hann hafi aðhyllst hugmyndir Adolfs Hitler. „Hann talaði um hugmyndafræði nasista. Við héldum að hann væri bara að reyna að vera fyndinn. Hann sagðist einu sinni vilja endurvekja nasismahugmyndir Hitler,“ er haft eftir samnemandanum. Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Þrír til viðbótar eru særðir eftir árásina, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann var yfirbugaður af kennurum eftir að hafa ráðist að samnemendum sínum í kaþólskum einkaskóla í Nantes. Í færslu á X þakkar Emanuel Macron Frakklandsforseti kennurunum hugrekkið. „Með því að grípa inn í komu kennararnir líklega í veg fyrir frekari harmleik. Hugrekki þeirra er virðingarvert.“ Í umfjöllun France 24 segir að pilturinn sé nú í haldi lögreglu. Í löngum tölvupósti sem hann sendi á samnemendur sína skömmu fyrir árásina, og túlka má sem stefnuyfirlýsingu, sagði hann meðal annars hnattvæðingu hafa „breytt kerfinu okkar í vél sem spillir mannkyninu“. Þá kallaði hann eftir „líffræðilegri uppreisn“ til að koma á náttúrulegu jafnvægi vegna „vistmorðs hnattvæðingarinnar“. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Nantes að engin ummerki séu um að árásin teljist til hryðjuverkastarfsemi. Þá hefur miðillinn eftir samnemanda hans að hann hafi aðhyllst hugmyndir Adolfs Hitler. „Hann talaði um hugmyndafræði nasista. Við héldum að hann væri bara að reyna að vera fyndinn. Hann sagðist einu sinni vilja endurvekja nasismahugmyndir Hitler,“ er haft eftir samnemandanum.
Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07