Íslenski boltinn

Kostu­legt við­tal bræðranna eftir sigurinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jökull Andrésson mætti með látum þegar viðtal var tekið við bróður hans Axel Óskar í Mosfellsbæ í kvöld.
Jökull Andrésson mætti með látum þegar viðtal var tekið við bróður hans Axel Óskar í Mosfellsbæ í kvöld. Vísir/Stöð 2 Sport

Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, gat ekki setið á sér þegar bróðir hans, Axel Óskar Andrésson, var tekinn tali eftir stórmerkilegan 1-0 sigur liðsins á Víkingi í kvöld.

Um var að ræða fyrsta sigur Aftureldingar í efstu deild sem vannst þökk sé vítaspyrnumaki Hrannars Snæs Magnússonar um miðjan síðari hálfleik.

Ágúst Orri Arnarson hafði rétt borið upp fyrstu spurningu við Axel þegar bróðir hans stökk í mynd og tóku þeir félagarnir þetta saman. Meðal annars var komið inn á það þegar Axel var nálægt því að gefa Gylfa Sigurðssyni mark en Jökull bjargaði bróður sínum.

Klippa: Jökull truflaði viðtal bróður síns

„Ég elska hann, og það er það sem við gerum. Það er það sem bræður gera,“ sagði Jökull léttur og benti svo á fjölda skallaboltanna sem Axel hafði unnið í leiknum þrátt fyrir höfuðáverka.

Sjá má stórskemmtilegt viðtalið í spilaranum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×