Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. apríl 2025 10:01 Eva Þorsteinsdóttir, Partner og Senior Account Manager hjá SAHARA auglýsingastofunni, á það til að fá æði fyrir einhverju matarkyns og borðar þá varla annað í marga daga í röð. Nýjustu dæmin eru bananar og kókoskúlur en þessa dagana eru það ostaslaufur. Vísir/Anton Brink Eva Þorsteinsdóttir, partner og Senior Account Manager hjá Sahara auglýsingastofu, sefur eins lengi og hún kemst upp með á morgnana. Þegar hún síðan fer loksins fram úr reynir hún að múltítaska eins og vindurinn, með tilheyrandi alls konar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég á það til að vakna helst eins seint og ég kemst upp með. Það er ekkert vit í því að vakna snemma á morgnana, það skemmir alveg fyrir manni kvöldin - besta tíma sólarhringsins! Það er nefnilega á kvöldin sem ég fæ besta tímann í næði til að hugsa, melta hugmyndir, fræðast og skoða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir á mínu heimili eru líflegir og kaotískir - þá geri ég tilraun til þess að múltítaska eins og vindurinn og samtímis er ég að græja yngri dótturina í leikskólann, drekka kaffibolla á hlaupum, finna mér föt, rúlla yfir tölvupóstinn, skella á mig maskara, gefa hundinum og kettinum að borða og vera eldri dótturinni innan handar. Þetta hefur alveg átt það til að klikka smá; ósamstæðir sokkar og maskari bara á öðru auganu, en það er mikilvægt að hafa bara húmor fyrir því og halda brosandi út í daginn. Ég nota svo tímann þegar ég keyri í vinnuna að setja mig í gírinn, renni í huganum yfir verkefni dagsins og skipulegg og forgangsraða því sem fyrir liggur. Hvert er öfgafyllsta æðið fyrir einhverju sem þú hefur fengið? „Ætli það væri ekki eitthvað tengt mataræði, ég dett í það að borða bara eitthvað eitt sem mér finnst gott svo dögum skiptir. Nýjustu dæmin eru bananar, þar á eftir voru það kókoskúlur og svo er ég mikið að vinna með ostaslaufur núna. Öfgafyllsta æðið hlýtur þó að vera kaffi, það hefur fylgt mér lengi og ég held að það hljóti að teljast öfgafullt hvað ég drekk mikið af því á hverjum degi. Eva lýsir sér sem jarðýtu sem lætur hlutina gerast. En viðurkennir þó að vera ekki skipulögð í eðli sínu. ASANA er notað fyrir yfirsýn verkefna hjá SAHARA en það sem oft bjargar Evu er að hún er með gott sjónminni og um leið og hún er búin að lesa eitthvað, er það komið í heilann.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna þessa dagana? „Um þessar mundir erum við á fullu við undirbúning stórra herferða fyrir sumarið, þetta er minn uppáhalds tími ársins í vinnunni. Ég vinn með ólíkum fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis, sum eru að undirbúa stærsta tíma ársins en önnur að detta í ákveðinn viðhaldsfasa á þessum tíma. Á þeim níu árum sem ég hef starfað hjá SAHARA hefur landslagið breyst gífurlega og þá helst hvað varðar stafræna markaðssetningu. Í byrjun snérist árangurinn kannski mest um hversu mörg „like” fengust, og Facbook Live var það heitasta í bænum. Í dag er stöðugt símat á öllum aðgerðum, þar sem lykilmælikvarðar eru mun fleiri og flóknari. Media mixið hefur gjörbreyst og miðlarnir í stöðugri þróun, og það verður sífellt mikilvægara að meta allar aðgerðir í samhengi, bæði online og offline, kostaðar eða ekki. Hinir fjölmörgu snertifletir hafa ólík markmið og ekki öllum ætlað að leiða til beinnar sölu, en mikilvægt þó að meta heildaráhrif hverrar aðgerðar. Það virðist stundum ríkja sá misskilningur að herferðir á samfélagsmiðlum séu skammtíma árangur, en staðreyndin er sú að þær eru hluti af langtíma stefnu og ættu að vera metnar í því samhengi. Samhliða því að vera stöðugt að þróa okkar aðferðir og þjónustu finnum við fyrir viðhorfsbreytingu fyrirtækja þegar kemur að stefnu þeirra í markaðsmálum. Þau vilja kvika og lipra þjónustu sem talar saumlaust við það hraða og síbreytilega umhverfi sem við búum við í dag. Þetta þýðir að við þurfum að hafa mjög góðan skilning á samþættingu alls ferlisins sem er í takt við þá vinnu sem við höfum unnið að síðustu árin.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Að eðlisfari er ég ekki skipulögð, allavega ekki á mælikvarða flestra annarra. Skipulag er eitthvað sem ég þarf meðvitað að tileinka mér á hverjum degi. Asana er eiginlega púlsinn í fyrirtækinu og það hjálpar mjög við að hafa góða yfirsýn yfir allt sem er í gangi. En með árunum hef ég lært að það er allt í lagi að passa ekki alltaf alveg í sama form og aðrir. Ég er með gott sjónminni, það nægir mér að lesa eitthvað eða heyra og þá er það komið í heilann, og það gerir mér kleift að hlaupa hratt með verkefnin. Ég er stundum kölluð jarðýta í vinnunni, í því samhengi að ég læt hlutina gerast. Ætli það sé ekki ágætis lýsing á mér.“ Hvenær ferð þú að sofa á kvöldin? „Á kvöldin gerast töfrarnir, hausinn á fullu og allar bestu hugmyndirnar brjótast fram. Reyni að fara að sofa fljótlega upp úr miðnætti en það tekst nú ekki alltaf.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu. 12. apríl 2025 10:02 Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV. 19. apríl 2025 10:00 „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01 Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð. 5. apríl 2025 10:02 „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02 Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég á það til að vakna helst eins seint og ég kemst upp með. Það er ekkert vit í því að vakna snemma á morgnana, það skemmir alveg fyrir manni kvöldin - besta tíma sólarhringsins! Það er nefnilega á kvöldin sem ég fæ besta tímann í næði til að hugsa, melta hugmyndir, fræðast og skoða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir á mínu heimili eru líflegir og kaotískir - þá geri ég tilraun til þess að múltítaska eins og vindurinn og samtímis er ég að græja yngri dótturina í leikskólann, drekka kaffibolla á hlaupum, finna mér föt, rúlla yfir tölvupóstinn, skella á mig maskara, gefa hundinum og kettinum að borða og vera eldri dótturinni innan handar. Þetta hefur alveg átt það til að klikka smá; ósamstæðir sokkar og maskari bara á öðru auganu, en það er mikilvægt að hafa bara húmor fyrir því og halda brosandi út í daginn. Ég nota svo tímann þegar ég keyri í vinnuna að setja mig í gírinn, renni í huganum yfir verkefni dagsins og skipulegg og forgangsraða því sem fyrir liggur. Hvert er öfgafyllsta æðið fyrir einhverju sem þú hefur fengið? „Ætli það væri ekki eitthvað tengt mataræði, ég dett í það að borða bara eitthvað eitt sem mér finnst gott svo dögum skiptir. Nýjustu dæmin eru bananar, þar á eftir voru það kókoskúlur og svo er ég mikið að vinna með ostaslaufur núna. Öfgafyllsta æðið hlýtur þó að vera kaffi, það hefur fylgt mér lengi og ég held að það hljóti að teljast öfgafullt hvað ég drekk mikið af því á hverjum degi. Eva lýsir sér sem jarðýtu sem lætur hlutina gerast. En viðurkennir þó að vera ekki skipulögð í eðli sínu. ASANA er notað fyrir yfirsýn verkefna hjá SAHARA en það sem oft bjargar Evu er að hún er með gott sjónminni og um leið og hún er búin að lesa eitthvað, er það komið í heilann.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna þessa dagana? „Um þessar mundir erum við á fullu við undirbúning stórra herferða fyrir sumarið, þetta er minn uppáhalds tími ársins í vinnunni. Ég vinn með ólíkum fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis, sum eru að undirbúa stærsta tíma ársins en önnur að detta í ákveðinn viðhaldsfasa á þessum tíma. Á þeim níu árum sem ég hef starfað hjá SAHARA hefur landslagið breyst gífurlega og þá helst hvað varðar stafræna markaðssetningu. Í byrjun snérist árangurinn kannski mest um hversu mörg „like” fengust, og Facbook Live var það heitasta í bænum. Í dag er stöðugt símat á öllum aðgerðum, þar sem lykilmælikvarðar eru mun fleiri og flóknari. Media mixið hefur gjörbreyst og miðlarnir í stöðugri þróun, og það verður sífellt mikilvægara að meta allar aðgerðir í samhengi, bæði online og offline, kostaðar eða ekki. Hinir fjölmörgu snertifletir hafa ólík markmið og ekki öllum ætlað að leiða til beinnar sölu, en mikilvægt þó að meta heildaráhrif hverrar aðgerðar. Það virðist stundum ríkja sá misskilningur að herferðir á samfélagsmiðlum séu skammtíma árangur, en staðreyndin er sú að þær eru hluti af langtíma stefnu og ættu að vera metnar í því samhengi. Samhliða því að vera stöðugt að þróa okkar aðferðir og þjónustu finnum við fyrir viðhorfsbreytingu fyrirtækja þegar kemur að stefnu þeirra í markaðsmálum. Þau vilja kvika og lipra þjónustu sem talar saumlaust við það hraða og síbreytilega umhverfi sem við búum við í dag. Þetta þýðir að við þurfum að hafa mjög góðan skilning á samþættingu alls ferlisins sem er í takt við þá vinnu sem við höfum unnið að síðustu árin.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Að eðlisfari er ég ekki skipulögð, allavega ekki á mælikvarða flestra annarra. Skipulag er eitthvað sem ég þarf meðvitað að tileinka mér á hverjum degi. Asana er eiginlega púlsinn í fyrirtækinu og það hjálpar mjög við að hafa góða yfirsýn yfir allt sem er í gangi. En með árunum hef ég lært að það er allt í lagi að passa ekki alltaf alveg í sama form og aðrir. Ég er með gott sjónminni, það nægir mér að lesa eitthvað eða heyra og þá er það komið í heilann, og það gerir mér kleift að hlaupa hratt með verkefnin. Ég er stundum kölluð jarðýta í vinnunni, í því samhengi að ég læt hlutina gerast. Ætli það sé ekki ágætis lýsing á mér.“ Hvenær ferð þú að sofa á kvöldin? „Á kvöldin gerast töfrarnir, hausinn á fullu og allar bestu hugmyndirnar brjótast fram. Reyni að fara að sofa fljótlega upp úr miðnætti en það tekst nú ekki alltaf.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu. 12. apríl 2025 10:02 Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV. 19. apríl 2025 10:00 „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01 Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð. 5. apríl 2025 10:02 „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02 Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Sjá meira
Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu. 12. apríl 2025 10:02
Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV. 19. apríl 2025 10:00
„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01
Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð. 5. apríl 2025 10:02
„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22. mars 2025 10:02