Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2025 22:30 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“ Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“
Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira