Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 13:27 Karítas segir lán í óláni að husky-hundurinn hafi ekki sótt í dóttur hennar, sem slapp með nokkrar skrámur. Aðsend Kona á göngu í Árbænum með ungbarn og lítinn hund lenti í því að hundur af tegundinni husky réðst að henni. Hún handleggsbrotnaði við bitið og þarf að gangast undir aðgerð. Dóttir hennar ber engan kala til eigandans en gerir ákall eftir því að ýtt verði undir upplýsingaskyldu hundaræktenda og að hundaþjálfunarnámskeið verði gerð að skyldu fyrir hundaeigendur. Karítas Eldeyjardóttir, dóttir konunnar og móðir ungbarnsins, rekur atburðarásina í samtali við fréttastofu. „Ég er heima þegar mamma hringir og biður mig um að hlaupa út af því að hún hafði verið bitin af husky rétt hjá. Ég er komin innan við mínútu síðar og þá er hún með augljósa áverka á hægri hendi og það blæðir,“ segir Karítas. Þurfti lítið til að hundurinn gerði áhlaup Eldey, móðir hennar, hafði þá haldið út í göngutúr með eins og hálfs árs dótturdóttur sína í kerru og hundinn Lego, af maltese-tegund, í bandi. Meðan hún gekk um grófan malarstíg hafi hún komið auga á husky-hund í bandi. Á augabragði hafi hann hlaupið af stað og slitið sig úr bandinu. „Bandið slitnar strax, hann hefur ekkert fyrir því,“ segir Karítas. Husky-hundurinn hafi hlaupið beint í átt að maltese-hundinum, sem hafi hlaupið hring í kring um kerruna og flækst í henni. Þá hafi amman gripið í ólina á husky-hundinum. Í tilraun hennar til að koma barnabarninu og maltese-hundinum undan með því að ýta við kerrunni hafi husky-hundurinn bitið hægri framhandlegg hennar til blóðs. Hundurinn sem slapp var af gerðinni husky.EPA Amman hafi kallað í eigandann, í fyrstu án árangurs. „Því miður leið allt of langur tími frá því að hundurinn sleppur þar til eigandinn kemur út. Hún kallar, að mér skilst, án árangurs og þarf að sækja hundinn,“ segir Karítas. Í framhaldinu Karítas sjálf mætt á svæðið. Amman hafi verið flutt með sjúkrabíl, fengið stífkrampasprautu og sýklalyf, og í ljós komið að hún væri handleggsbrotin. Svo illa að hún þarf að gangast undir aðgerð eftir helgi. „Þannig að þetta hefur verið ágætisbit hjá hundinum.“ Hún segir sláandi að husky-hundurinn hafi ekki þurft meira áreiti en að sjá konu með smáhund, sem gaf ekki frá sér nein hljóð, til að gera áhlaup. Heppni að hundurinn sótti ekki í barnið Karítas segist ekki bera kala til eiganda hundsins, slysin geti gerst. Hún gerir ákall eftir umræðu um hvort leggja ætti skyldu á hundaræktendur að upplýsa kaupendur um eðli og þarfir hunda af tegundum á borð við husky og sheffer, áður en þeir eru afhentir. „Svo það sé ekki verið að afhenda fólki dýr án þess að það átti sig á hvað það er með í höndunum.“ Þá veltur hún því upp hvort gera ætti mætingu eigenda slíkra hunda á hundaþjálfunarnámskeið að skyldu. Hún segir umræðu hafa myndast á Facebook hópnum Hundasamfélaginu vegna atviksins, þar sem fólki þykir miður að verið sé að tala niður umræddar hundategundir. „Það var ekki meiningin en aftur á móti eru þetta tegundir sem geta valdið miklum skaða. Það er ekki hægt að bera þær saman við minn litla, til dæmis,“ segir Karítas. „Maður heyrir allt of margar sögur af hundsbitum, hvað þá þegar það eru börn, og við þökkum guði fyrir að hundurinn hafi ekki sýnt barninu áhuga. En mér finnst ég þurfa að vekja athygli á þessu.“ Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Karítas Eldeyjardóttir, dóttir konunnar og móðir ungbarnsins, rekur atburðarásina í samtali við fréttastofu. „Ég er heima þegar mamma hringir og biður mig um að hlaupa út af því að hún hafði verið bitin af husky rétt hjá. Ég er komin innan við mínútu síðar og þá er hún með augljósa áverka á hægri hendi og það blæðir,“ segir Karítas. Þurfti lítið til að hundurinn gerði áhlaup Eldey, móðir hennar, hafði þá haldið út í göngutúr með eins og hálfs árs dótturdóttur sína í kerru og hundinn Lego, af maltese-tegund, í bandi. Meðan hún gekk um grófan malarstíg hafi hún komið auga á husky-hund í bandi. Á augabragði hafi hann hlaupið af stað og slitið sig úr bandinu. „Bandið slitnar strax, hann hefur ekkert fyrir því,“ segir Karítas. Husky-hundurinn hafi hlaupið beint í átt að maltese-hundinum, sem hafi hlaupið hring í kring um kerruna og flækst í henni. Þá hafi amman gripið í ólina á husky-hundinum. Í tilraun hennar til að koma barnabarninu og maltese-hundinum undan með því að ýta við kerrunni hafi husky-hundurinn bitið hægri framhandlegg hennar til blóðs. Hundurinn sem slapp var af gerðinni husky.EPA Amman hafi kallað í eigandann, í fyrstu án árangurs. „Því miður leið allt of langur tími frá því að hundurinn sleppur þar til eigandinn kemur út. Hún kallar, að mér skilst, án árangurs og þarf að sækja hundinn,“ segir Karítas. Í framhaldinu Karítas sjálf mætt á svæðið. Amman hafi verið flutt með sjúkrabíl, fengið stífkrampasprautu og sýklalyf, og í ljós komið að hún væri handleggsbrotin. Svo illa að hún þarf að gangast undir aðgerð eftir helgi. „Þannig að þetta hefur verið ágætisbit hjá hundinum.“ Hún segir sláandi að husky-hundurinn hafi ekki þurft meira áreiti en að sjá konu með smáhund, sem gaf ekki frá sér nein hljóð, til að gera áhlaup. Heppni að hundurinn sótti ekki í barnið Karítas segist ekki bera kala til eiganda hundsins, slysin geti gerst. Hún gerir ákall eftir umræðu um hvort leggja ætti skyldu á hundaræktendur að upplýsa kaupendur um eðli og þarfir hunda af tegundum á borð við husky og sheffer, áður en þeir eru afhentir. „Svo það sé ekki verið að afhenda fólki dýr án þess að það átti sig á hvað það er með í höndunum.“ Þá veltur hún því upp hvort gera ætti mætingu eigenda slíkra hunda á hundaþjálfunarnámskeið að skyldu. Hún segir umræðu hafa myndast á Facebook hópnum Hundasamfélaginu vegna atviksins, þar sem fólki þykir miður að verið sé að tala niður umræddar hundategundir. „Það var ekki meiningin en aftur á móti eru þetta tegundir sem geta valdið miklum skaða. Það er ekki hægt að bera þær saman við minn litla, til dæmis,“ segir Karítas. „Maður heyrir allt of margar sögur af hundsbitum, hvað þá þegar það eru börn, og við þökkum guði fyrir að hundurinn hafi ekki sýnt barninu áhuga. En mér finnst ég þurfa að vekja athygli á þessu.“
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20
Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38
Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53