Kjördagur framundan í Kanada Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 23:58 Mark Carney, formaður Frjálslynda flokksins, og Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins. Þeir leiða tvo stærstu flokkanna fyrir komandi þingkosningar. EPA Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump. Kanada Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga fyrir skömmu eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra eftir að Justin Trudeau sagði af sér. Trudeau hafði gegnt embættinu í rúm níu ár en sagði af sér í byrjun árs. Frjálslyndi flokkurinn hefur verði við völd frá árinu 2015 og stefni í að flokkurinn myndi gjalda afhroð en eftir að Carney tók við hefur fylgi flokksins aukist til muna. Nýjustu tölur skoðanakannana segja 43 prósent landsmanna styðji Frjálslynda flokkinn en 38,9 prósent Íhaldsflokkinn. Íhaldsflokkurinn er leiddur áfram af Pierre Poilievre sem er reyndur pólitíkus. Hann talar meðal annars fyrir lægri framfærslukostnaði, til að mynda að hægt sé að greiða niður húsnæðislán á sjö árum í stað þeirra tuga ára sem það taki í dag. Það hljómar vel fyrir marga yngri kjósendur og þá sérstaklega unga karlmenn. Bæði Poilievre og Carney hafa talað fyrir betra hagkerfi í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að Frjálslyndi flokkurinn stefnir á að eyða meira fjármagni en Íhaldsflokkurinn en hinn síðarnefndi stefnir á meiri skattalækkanir. Trump hefur áhrif á kosningarnar Staðan í Bandaríkjunum hefur áhrif á kosningarnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Þá eiga löndin í tollastríði en um 75 prósent af útflutningi frá Kanada fer til Bandaríkjanna. Carney hefur talað opinberlega gegn Trump og orðum hans um að gera Kanada hlut af Bandaríkjunum. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Poilievre sagðst einnig ætla standa gegn því skyldi Trump reyna að hafa áhrif á sjálfstæði landsins. „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Hann hefur hins vegar einnig verið sagður hafa hugmyndafræðilega nánd við Donald Trump.
Kanada Donald Trump Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira