Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 14:12 Áhorfendur á alþjóðlegu tennismóti í Madrid vafra um í myrkri. Leik var frestað vegna rafmangsleysisins. AP/Manu Fernández Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Rafmagn byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi að staðartíma í dag. Truflanirnar hafa náð út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki fyrir en á meðal þess sem er rannsakað er hvort að tölvuárás hafi valdið því. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri víða, umferðarteppur hafa myndast vegna dauðra umferðarljósa og þá hefur ekki verið hægt að hringja úr farsímum vegna rafmagnsleysisins. Sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á varaaflstöðvar til þess að halda áfram starfsemi og víða hefur þurft að bjarga fólki úr lyftum og neðanjarðarlestum sem stöðvuðust þegar rafmagn sló út í dag. Eduardo Prieto, framkvæmdastjóri hjá spænska dreififyrirtækinu Red Eléctrica, segir AP-fréttastofunni að rafmagnsleysið sé fordæmalaust að umfangi. Fátítt er að rafmagni slái út svo víða á Íberíuskaga þar sem um fimmtíu milljónir manna búa. Ekki liggur fyrir hversu margir eru án rafmagns. Fyrirtækið hefur sagt að það gæti tekið sex til tíu klukkustundir að koma rafmagni á aftur alls staðar. Spenna er þó komin aftur á á sunnan- og norðanverðum Íberíuskaganum. Það hefur ekki útilokað að um tölvuárás hafi verið að ræða. Í Portúgal segir netöryggisstofnun landsins að engar vísbendingar séu um að tölvuárás sé orsök rafmagnsleysisins. Þar hefur dreififyrirtæki landsins rakið truflanirnar til biluna í evrópska dreifikerfinu. Umferðaröngþveiti í miðborg Lissabon í Portúgal. Slökknað hefur á umferðarljósum víða um Spán og Portúgal og umferðarhnútar myndast vegna þess.AP/Armando Franca Sitja á neyðarfundum Ríkisstjórnir beggja landa hafa komið saman til neyðarfundar í dag. Þjóðaröryggisráð Spánar var jafnframt kallað saman vegna rafmagnsleysisins. Landsmenn hafa verið hvattir til þess að forðast óþarfa ferðir vegna öngþveitisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa verið í sambandi við bæði spænsk og portúgölsk stjórnvöld vegna ástandsins. Samband evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja vinni að því að komast að rót vandans. Reuters-fréttastofan segir að meiriháttar rafmagnsleysi af þessu tagi sé fátítt í Evrópu. Allur Ítalíuskagi var rafmagnslaus í hálfan sólarhring eftir að tré felldi háspennulínu á milli Sviss og Ítalíu árið 2003.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32