Lífið

Harry Potter stjarna tveggja barna faðir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rupert Grint lék Ron Weasley í tíu ár
Rupert Grint lék Ron Weasley í tíu ár Getty/Sylvain Lefevre

Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, og kærastan hans, leikkonan Geogia Groome, eignuðust stúlku á dögunum. 

Um er að ræða þeirra annað barn saman, en þau eiga þegar dóttur, Wednesday, sem er fimm ára gömul. Parið hefur haldið einkalífinu sínu utan sviðsljóssins síðan þau urðu foreldrar.

Grint tilkynnti um komu barnsins og nafn hennar í færslu á Instagram-síðu sinni.

„Litla leynibarnið afhjúpað. Við kynnum til leiks Goldie G. Grint,“ skrifaði leikarinn við mynd af stúlkunni sem var klædd í hvíta samfellu með nafni hennar áletrað í gulum stöfum.

Groome og Grint hafa verið í sambandi síðan árið 2011, sama ár og Grint lék hlutverk Ron Weasley í síðasta sinn í myndinni Harry Potter and the Deathly Hallows II. Hlutverk Ron Weasley var fyrsta hlutverk Grint og skaust hann á stjörnuhimininn strax árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.