Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2025 06:33 Hinn sextugi Mark Carney fagnaði sigri í nótt. Allt bendir til að hann verði áfram forsætisráðherra Kanada. AP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum. Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum.
Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47
Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58