Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 11:29 Höfuðstöðvar Evrópudómstólsins í Lúxemborg. AP/Geert Vanden Wijngaert Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu. Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefndi Möltu vegna vegabréfasölunnar árið 2022. Möltubúar seldu ríkisborgararéttinn á um það bil milljón evrur, jafnvirði hátt í 150 milljóna íslenskra króna. Lokað var á möguleikann að Rússar og Hvítrússar gætu keypt sér maltneskt vegabréf eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 en leiðin hefur áfram staðið öðrum til boða. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt að aðildarríkjum Evrópusambandsins væri frjálst ákveða hvernig þau veittu eða felldu niður ríkisborgararétt þá græfi maltneska leiðin undan sameiginlegu trausti Evrópuríkja. Aðildarríkin gætu ekki selt ríkisborgararétt fyrir tiltekna upphæð eða fjárfestingu, að því er segir í frétt Reuters. Matlversk stjórnvöld segjast ætla að virða niðurstöðuna. Þau verja söluna sem þau segja að hafi skilað þjóðarbúinu um 1,4 milljörðum evra, jafnvirði um 205 milljarða íslenskra króna, frá árinu 2015, að sögn AP-fréttastofunnar. Sambærilegar leiðir voru opnar í sumum Evrópuríkjum fyrir nokkrum árum en þeim hefur verið lokað, meðal annars vegna áhyggna af því að með þeim gætu erlendir ríkisborgarar komist undan refsiaðgerðum. Kýpversk stjórnvöld hættu sambærilegri leið fyrir erlenda auðjöfra til að öðlast ríkisborgararétt undan þrýstingi frá Evrópuríkjum. Breskir kaupsýslumenn nýttu sér meðal annars Kýpur til þess að halda réttindum í Evrópu eftir að ákveðið var að Bretland gengi úr Evrópusambandinu.
Malta Evrópusambandið Vegabréf Tengdar fréttir Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“