Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 11:55 Tollar Bandaríkjastjórnar gætu hafa ófyrirsjáanleg áhrif á lífskjör á Íslandi. Vísir/Vilhelm Innan við þriðjungur svarenda í skoðanakönnun hefur miklar áhyggjur af því að tollar Bandaríkjastjórnar hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Svipað hlutfall hefur litlar eða engar áhyggjur af tollunum. Tíu prósent innflutningstollar á íslenskar vörur sem eru fluttar til Bandaríkjanna áttu að taka gildi fyrr í þessum mánuði en var frestað til þriggja mánaða. Bandaríkjastjórn hefur boðað enn hærri tolla á mörg ríki, sérstaklega á Kína. Spurt er um áhrif tollanna almennt, ekki aðeins þá sem á að leggja á íslenskar vörur, í skoðanakönnun Maskínu sem var gerð um miðjan mánuðinn. Rétt tæp þrjátíu prósent sögðust hafa miklar áhyggjur af því að tollarnir rýrðu lífskjör hér á landi, þar af sjö prósent mjög miklar áhyggjur. Hátt í þriðjungur sagðist þó hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum tollanna. Um fimmtungur sagðist hafa fremur litar áhyggjur, 6,6 prósent mjög litlar en 3,8 prósent engar áhyggjur. Tæp 38 prósent höfðu áhyggjur „í meðallagi“. Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir studdu. Þannig höfðu kjósendur Pírata og hæst hlutfall þeirra sem sögðust hafa miklar áhyggjur af tollunum: 16,8 prósent pírata og 12,9 prósent sósíalista. Kjósendur Miðflokksins, sem stendur mögulega næst bandaríska Repúblikanaflokknum af þeim sem spurt var um í könnuninni, anda rólegastir yfir tollunum. Heill fjórðungur þeirra sagðist mjög litlar eða engar áhyggjur hafa af áhrifum tollanna á Ísland og yfir helmingur litlar eða engar áhyggjur. Aðeins um fjórtán prósent kjósenda flokksins sögðust hafa miklar áhyggjur af tollunum. Skattar og tollar Skoðanakannanir Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tíu prósent innflutningstollar á íslenskar vörur sem eru fluttar til Bandaríkjanna áttu að taka gildi fyrr í þessum mánuði en var frestað til þriggja mánaða. Bandaríkjastjórn hefur boðað enn hærri tolla á mörg ríki, sérstaklega á Kína. Spurt er um áhrif tollanna almennt, ekki aðeins þá sem á að leggja á íslenskar vörur, í skoðanakönnun Maskínu sem var gerð um miðjan mánuðinn. Rétt tæp þrjátíu prósent sögðust hafa miklar áhyggjur af því að tollarnir rýrðu lífskjör hér á landi, þar af sjö prósent mjög miklar áhyggjur. Hátt í þriðjungur sagðist þó hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum tollanna. Um fimmtungur sagðist hafa fremur litar áhyggjur, 6,6 prósent mjög litlar en 3,8 prósent engar áhyggjur. Tæp 38 prósent höfðu áhyggjur „í meðallagi“. Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir studdu. Þannig höfðu kjósendur Pírata og hæst hlutfall þeirra sem sögðust hafa miklar áhyggjur af tollunum: 16,8 prósent pírata og 12,9 prósent sósíalista. Kjósendur Miðflokksins, sem stendur mögulega næst bandaríska Repúblikanaflokknum af þeim sem spurt var um í könnuninni, anda rólegastir yfir tollunum. Heill fjórðungur þeirra sagðist mjög litlar eða engar áhyggjur hafa af áhrifum tollanna á Ísland og yfir helmingur litlar eða engar áhyggjur. Aðeins um fjórtán prósent kjósenda flokksins sögðust hafa miklar áhyggjur af tollunum.
Skattar og tollar Skoðanakannanir Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira