Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:00 Vilhjálmur Bjarnason var einn hluthafa Landsbankans á sínum tíma og sat síðar á þingi 2013 til 2017. Vísir/Anton Brink Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“ Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“
Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent