Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2025 11:59 Lögregluþjónar að störfum í Uppsölum. EPA/FREDRIK SANDBERG Drengurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hann hafi myrt þrjá í Uppsölum í Svíþjóð í gær er sextán ára gamall. Allir þrír eru taldir hafa verið skotmörk drengsins en lögreglan skoðar nú hvort fleiri komi að málinu. Hann er grunaður um að hafa skotið þrjá aðra unga menn til bana á rakarastofu og flúið af vettvangi á rafhlaupahjóli. Samkvæmt því sem SVT hefur eftir lögreglunni í Svíþjóð er talið að allir þrír sem voru myrtir hafi verið skotmörk drengsins en fórnarlömbin voru fimmtán til tuttugu ára gömul. Einn hinna látnu hefur áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Drengurinn hafði fyrir tæpum tveimur vikum flúið frá svokölluðu HVB-heimili en það er úrræði félagsmálayfirvalda sem er meðal annars fyrir ungmenni í fíknivanda. SVT segir einnig að drengurinn hafi verið færður á áðurnefnt heimili fyrir um þremur vikum síðan. Þar hafi hann þó einungis haldið til í nokkra daga áður en hann flúði og hafði hann verið týndur þar til hann var handtekinn á heimili fjölskyldu hans í gærkvöldi. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann var handtekinn hafi drengurinn verið að reyna að þrífa fötin sín með klór. Búið var að taka ákvörðun um að finna drenginn og koma honum aftur í vörslu félagsmálayfirvalda en ekki var nægur tími til þess áður en hann var handtekinn. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ef heimildir SVT séu réttar, sé þetta kunnuglegt mynstur. Glæpasamtök leiti reglulega til barna á heimilum sem þessum eða sambærilegum stofnunum og ráði þau til glæpaverka. Lögreglan í Svíþjóð varaði í fyrra við því að nokkur HVB heimili voru í raun rekin af mönnum með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hann er grunaður um að hafa skotið þrjá aðra unga menn til bana á rakarastofu og flúið af vettvangi á rafhlaupahjóli. Samkvæmt því sem SVT hefur eftir lögreglunni í Svíþjóð er talið að allir þrír sem voru myrtir hafi verið skotmörk drengsins en fórnarlömbin voru fimmtán til tuttugu ára gömul. Einn hinna látnu hefur áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Drengurinn hafði fyrir tæpum tveimur vikum flúið frá svokölluðu HVB-heimili en það er úrræði félagsmálayfirvalda sem er meðal annars fyrir ungmenni í fíknivanda. SVT segir einnig að drengurinn hafi verið færður á áðurnefnt heimili fyrir um þremur vikum síðan. Þar hafi hann þó einungis haldið til í nokkra daga áður en hann flúði og hafði hann verið týndur þar til hann var handtekinn á heimili fjölskyldu hans í gærkvöldi. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann var handtekinn hafi drengurinn verið að reyna að þrífa fötin sín með klór. Búið var að taka ákvörðun um að finna drenginn og koma honum aftur í vörslu félagsmálayfirvalda en ekki var nægur tími til þess áður en hann var handtekinn. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ef heimildir SVT séu réttar, sé þetta kunnuglegt mynstur. Glæpasamtök leiti reglulega til barna á heimilum sem þessum eða sambærilegum stofnunum og ráði þau til glæpaverka. Lögreglan í Svíþjóð varaði í fyrra við því að nokkur HVB heimili voru í raun rekin af mönnum með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira