„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:00 Gagnrýni á skipun stjórnarinnar hefur borist víða að. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira