Birgir Guðjónsson er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 13:41 Birgir Guðjónsson kenndi stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík í rúma fjóra áratugi og er hans minnst með hlýhug. Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni.
Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira