Innlent

Kalla saman ráð­herra­nefnd svo raf­magns­leysi endur­taki sig ekki hér

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kristrún segir að ráðherranefnd muni koma saman á næstu dögum til að ræða hvernig sporna megi við allsherjarrafmagnsleysi.
Kristrún segir að ráðherranefnd muni koma saman á næstu dögum til að ræða hvernig sporna megi við allsherjarrafmagnsleysi. AP/Vísir

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að verið se að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að upp komi umfangsmikið rafmagnsleysi hér á landi eins og varð á Íberíuskaga á mánudag. 

Sara Aagesen umhverfisráðherra Spánar sagði á nefndarfundi í spænska þinginu í gær að ekki sé hægt að kenna aukinni notkun á endurnýjanlegum orkulindum um rafmagnsleysið. Hann lofaði á sama tíma því að atvikið verði rannsakað til hlítar. 

Kristrún segir ríkisstjórnina meðvitaða um innviðaskort hér á landi, sem Landsnet hefur ítrekað bent á.

„Það eru auðvitað viðbragðsáætlanir hjá almannavörnum og auðvitað er þetta eitthvað sem við skoðum í þjóðaröryggisráði. En ég held að fram veginn þurfum við að velta fyrir okkur af hverju við þurfum að hafa áhyggjur af svona þáttum á Íslandi,“ segir Kristrún.

Landsnet sé með mikilvæga kerfisáætlun og hafi reglulega vakið athygli á því hve erfitt er að framkvæma hér á landi.

„Við erum meðvituð um þennan innviðaskort, þessa innviðaskuld sem hefur byggst upp á Íslandi. Við ætlum að taka skurk í þessum málaflokki.“ 

Á næstu dögum er á dagskránni að halda fund hjá ráðherranefnd um samhæfingu mála, sérstaklega um orkumál og skipulagsmál. 

„Til þess að tryggja það að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, innviðaráðuneytið og það ráðuneyti sem fer með skipulagsmál samhæfi sig í þessum málaflokki svo við lendum ekki í þeirri stöðu, eins og við sjáum á Spáni, að verða í slíku ástandi,“ sagði Kristrún.


Tengdar fréttir

Slapp vel frá rafmagnsleysinu

Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal.

Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu

Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk.

Slapp vel frá rafmagnsleysinu

Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×