Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2025 14:32 Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar