Erlent

Drengnum sleppt en fleiri hand­teknir

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað inni á rakarastofu við Vaksala-torg í Uppsölum á þriðjudaginn.
Árásin átti sér stað inni á rakarastofu við Vaksala-torg í Uppsölum á þriðjudaginn. AP

Sextán ára dreng, sem handtekinn var vegna skotárásar í Uppsölum í Svíþjóð fyrr í vikunni þar sem þrír létust, verður sleppt úr haldi í dag. Lögregla hefur þó handtekið þrjá einstaklinga vegna gruns um að tengjast málinu.

Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT greinir frá þessu í morgun. 

Tilkynnt var um á þriðjudaginn að þrír hafi verið skotnir til bana inni á rakarastofu nærri Vaksala-torgi í Uppsölum og að fórnarlömbin hafi öll verið ung að árum, milli fimmtán og tuttugu ára.

Eftir árásna fór fram umfangsmikil leit að árásarmanninum sem sagður var hafa flúið af vettvangi á rafhlaupahjóli. Seint um kvöldið var svo sextán ára drengur handtekinn vegna gruns um morðin, en viðkomandi hafði þá flúið af vistheimili fyrir ungmenni þar sem hann hafði búið.

Drengurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan á þriðjudag en SVT hefur eftir heimildum að honum verði sleppt síðar í dag. Hann sé ekki lengur talinn hafa verið þar að verki.


Tengdar fréttir

Árásarmannsins enn leitað

Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið.

Á­rásar­mannsins enn leitað

Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið.

Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum

Þrír eru látnir eftir skotárás nálægt Vaksala-torgi í Uppsölum í Svíþjóð. Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir og málið er rannsakað sem morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×