Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 07:32 Espen Eskas býr sig undir að reka Dani Vivian af velli í leik Athletic Bilbao og Manchester United. getty/Bradley Collyer Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. United var 0-3 yfir í hálfleik en Athletic Bilbao missti mann af velli á 35. mínútu þegar Dani Vivian fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Rasmus Højlund innan vítateigs. Leikmenn Athletic Bilbao voru ósáttir við rauða spjaldið sem Vivian fékk en þeir vildu meina að Alejandro Garnacho hefði handleikið boltann áður en hann barst í átt að Højlund. „Við getum komið til baka. Það voru nokkur atvik sem vöktu upp spurningar. Fyrir vítið fékk Garnacho boltann í höndina sem dómarinn sá ekki,“ sagði Inaki Williams, einn reyndasti leikmaður Athletic Bilbao, eftir leikinn. „Þetta var barátta milli Vivians og hans. Hann fór niður við minnstu snertingu og það var óheppilegt að hann hafi dæmt.“ Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Williams að Baskarnir geti komið til baka í seinni leiknum á fimmtudaginn í næstu viku. „Við vorum ekki nógu beittir. Það er engin ástæða til að koma með afsakanir. Við erum 3-0 undir en erum færir um að snúa því við. Við höfum þegar séð Lyon valda þeim vandræðum á heimavelli og við ætlum að reyna að gera slíkt hið sama,“ sagði Williams. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
United var 0-3 yfir í hálfleik en Athletic Bilbao missti mann af velli á 35. mínútu þegar Dani Vivian fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Rasmus Højlund innan vítateigs. Leikmenn Athletic Bilbao voru ósáttir við rauða spjaldið sem Vivian fékk en þeir vildu meina að Alejandro Garnacho hefði handleikið boltann áður en hann barst í átt að Højlund. „Við getum komið til baka. Það voru nokkur atvik sem vöktu upp spurningar. Fyrir vítið fékk Garnacho boltann í höndina sem dómarinn sá ekki,“ sagði Inaki Williams, einn reyndasti leikmaður Athletic Bilbao, eftir leikinn. „Þetta var barátta milli Vivians og hans. Hann fór niður við minnstu snertingu og það var óheppilegt að hann hafi dæmt.“ Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Williams að Baskarnir geti komið til baka í seinni leiknum á fimmtudaginn í næstu viku. „Við vorum ekki nógu beittir. Það er engin ástæða til að koma með afsakanir. Við erum 3-0 undir en erum færir um að snúa því við. Við höfum þegar séð Lyon valda þeim vandræðum á heimavelli og við ætlum að reyna að gera slíkt hið sama,“ sagði Williams.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47