Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 13:08 Eitt glæsilegasta hús landsins stendur við Skildingatanga í Reykjavík. Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina. Félagið Gula húsið ehf, sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar og Runólfs Vigfús Jóhannssonar, er skráður eigandi hússins. Nýverið festu þeir kaup á einstöku einbýlishúsi við Suðurgötu í miðbæ Reykjavíkur af Ríkissjóði Íslands. Húsið sem oft er nefnt Skólabær er rúmlega 400 fermetrar að stærð og greiddu hjónin 435 milljónir fyrir. Óhindrað útsýni og glæsileiki Húsið við Skildingatanga stendur á 1500 fermetra sjávarlóð með óhindruðu útsýni til sjávar, að Bessastöðum, til fjalla og víðar. Umhverfis húsið er skjólgóðu og gróinn garður með heitum potti. Gengið er inn í flísalagt andyri með góðum fataskápum. Þaðan er gengið inn í bjart og opið stofurými með mikilli lofthæð og síldarbeinaparketi á gólfi. Fyrir miðju rýminu er stæðilegur arinn, klæddur íslensku drápuhlíðargrjóti frá Húsafelli og Svartagili, sem tengir rýmin saman. Vönduð hönnun og listaverk Heimili hjónanna er innréttað á fágaðan og heillandi máta, prýtt vönduðum hönnunarmublum og listaverkum. Danskar hönnunarperlur frá gullaldarárunum gegna þar veigamiklu hlutverki. Má þar meðal annars nefna klassískar mublur eftir Arne Jacobsen, Svaninn, bæði stóla og sófa, og Eggið í svörtu leðri. Einnig má sjá tvo rauða, tignarlega Corona-stóla eftir Poul M. Volther. Á milli þeirra stendur klassískt hliðarborð frá þýska framleiðandanum ClassiCon, hannað af Eileen Gray árið 1927, með stillanlegri hæð. Þá setur hið formfagra Artichoke-loftljós eftir Poul Henningsen punktinn yfir i-ið. Borðstofa og eldhús er opið inn af stofunni með stórum gólfsíðum gluggum. Eldhúsið er prýtt tvílita innréttingu með Quartz stein á borðum. Þaðan er útgengt á skjólgott hellulagt útisvæði með heitum potti. Í húsinu eru samtals átta svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Félagið Gula húsið ehf, sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar og Runólfs Vigfús Jóhannssonar, er skráður eigandi hússins. Nýverið festu þeir kaup á einstöku einbýlishúsi við Suðurgötu í miðbæ Reykjavíkur af Ríkissjóði Íslands. Húsið sem oft er nefnt Skólabær er rúmlega 400 fermetrar að stærð og greiddu hjónin 435 milljónir fyrir. Óhindrað útsýni og glæsileiki Húsið við Skildingatanga stendur á 1500 fermetra sjávarlóð með óhindruðu útsýni til sjávar, að Bessastöðum, til fjalla og víðar. Umhverfis húsið er skjólgóðu og gróinn garður með heitum potti. Gengið er inn í flísalagt andyri með góðum fataskápum. Þaðan er gengið inn í bjart og opið stofurými með mikilli lofthæð og síldarbeinaparketi á gólfi. Fyrir miðju rýminu er stæðilegur arinn, klæddur íslensku drápuhlíðargrjóti frá Húsafelli og Svartagili, sem tengir rýmin saman. Vönduð hönnun og listaverk Heimili hjónanna er innréttað á fágaðan og heillandi máta, prýtt vönduðum hönnunarmublum og listaverkum. Danskar hönnunarperlur frá gullaldarárunum gegna þar veigamiklu hlutverki. Má þar meðal annars nefna klassískar mublur eftir Arne Jacobsen, Svaninn, bæði stóla og sófa, og Eggið í svörtu leðri. Einnig má sjá tvo rauða, tignarlega Corona-stóla eftir Poul M. Volther. Á milli þeirra stendur klassískt hliðarborð frá þýska framleiðandanum ClassiCon, hannað af Eileen Gray árið 1927, með stillanlegri hæð. Þá setur hið formfagra Artichoke-loftljós eftir Poul Henningsen punktinn yfir i-ið. Borðstofa og eldhús er opið inn af stofunni með stórum gólfsíðum gluggum. Eldhúsið er prýtt tvílita innréttingu með Quartz stein á borðum. Þaðan er útgengt á skjólgott hellulagt útisvæði með heitum potti. Í húsinu eru samtals átta svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira