„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2025 10:01 Valur - Breiðablik Besta Deild Kvenna Haust 2024 Telma Ívarsdóttir Vísir/Diego Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira