Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 10:27 Fiskimenn komu að flakinu í mýri í regnskóginum. Getty Fimm manns var komið til bjargar eftir að hafa nauðlent í mýri í Amasonfrumskóginum. Þau höfðu setið föst á baki flugvélar í 36 klukkustundir umsetin af krókódílum sem eru ófáir í mýrum og fljótum regnskógarins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Bólivía Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Bólivía Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira