Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2025 07:00 Harry Kane og Eric Dier sungu „We are the champions“ af mikilli innlifun. Harry Langer/DeFodi via Getty Images Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen. Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil. Þýski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira
Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil.
Þýski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjá meira