Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. maí 2025 20:20 Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, telur húsnæði eiga að teljast sem mannréttindi frekar en fjárfestingu eða markaðsvöru. Vísir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. „Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09