Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar 5. maí 2025 12:01 Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans! Þetta er hreint ofbeldi gagnvart barninu, að það geti átt von á því hvenær sem er að vera handtekið eins og glæpamaður og fluttur út í óöryggið. Stöðvið þetta ofbeldi! Veitum honum í staðinn öryggi í faðmi fjölskyldu sem vill taka hann að sér. Það þarf ekki einu sinni að borga krónu! Íslensk stjórnvöld hafa undirritað Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir: ''Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.'' Ég bara spyr: '' Þarf Útlendingastofnun ekki að framfylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? '' Af hverju í ósköpunum má þessi elsku drengur, Óskar, ekki vera hér á landi? Það er yndisleg fjölskylda sem hefur tekið ástfóstri við hann og er tilbúin að taka hann að sér. Hún hefur sýnt það í verki. Óskar var sóttur til Kólumbíu, þar sem hann var skilinn eftir af íslenskum stjórnvöldum, með ofbeldisfullum föður sínum sem skildi hann eftir einan strax á flugvellinum. Það getur ekki hafa verið það besta fyrir barnið, hann Óskar! Hvað ég er þakklát fyrir að fósturfaðir Óskars hafi sótt hann til Kólumbíu, bjargað honum af götunni, og að fjölskylda hans berjist fyrir framtíð hans og lætur hann sig varða. Ég skora á stjórnvöld að sýna mannúð og kærleika. Biskup Íslands og prestar hafa sent stuðningsyfirlýsingu þar að lútandi. Enda er það þeirra boðskapur, elska náungann eins og sjálfan þig. Það er komin ný stjórn skipuð konum, mæðrum, sem þekkja móðurhjartað. Ég trúi því ekki að þessar konur sem sitja nú við stjórnvölinn láti þetta afskiptalaust á þeirra vakt. Hvað ef þetta væri barnið þitt? Standið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, alltaf, annars er hann orðin tóm! Útlendingastofnun og útlendingalög, eru ekki hafin yfir allt og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Þetta er ómannúðleg stofnun. Hvar værum við stödd sem þjóð ef engir útlendingar væru hér á landi? Þeir halda þjóðfélaginu okkar meira og minna gangandi! Sýnum þeim mannúð, virðingu og þakklæti fyrir. Metum þá að verðleikum og bjóðum þá velkomna. Höfundur er (h)eldri borgari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun