Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 10:47 Lögregluþjónar framkvæmdu húsleit á þó nokkrum stöðum í Bretlandi um helgina. Getty/Ryan Jenkinson Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025 Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Sjá meira
Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025
Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Sjá meira