Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:39 Grafalvarlegt ástand ríkir nú meðal annars á Gasaströndinni í Palestínu. AP/Abdel Kareem Hana Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn. Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen. Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Hin danska Isabel Bramsen, lektor í friðar- og átakafræðum hjá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, leiddi rannsóknina sem kynnt verður síðar í dag, 5. maí, þegar áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur undan hernámi nasista í síðari heimsstyrjöld. Bramsen ræddi helstu niðurstöður rannsóknarinnar í samtali við DR þar sem fram kemur að heimurinn standi á vafasömum tímamótum. „Í sögulegu samhengi erum við stödd í mjög órólegum heimi. Við erum með mestan fjölda virkra stríða, 56 stykki, síðan í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Bramsen við DR. Dönsku konungshjónin sóttu athöfn í gær í tilefni af því að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Danmerkur.Ritzau/Ida Marie Odgaard Hlýnun jarðar meðal sökudólga Nokkrir þættir kunni að skýra þá stöðu sem uppi er í heiminum í dag. Í fyrsta lagi blasi við breytt heimsmynd frá því sem þekkst hefur undanfarna áratugi, þar sem Bandaríkin hafa haft yfirburðastöðu á alþjóðavettvangi. Merki séu um að þetta sé að breytast og valdakapphlaup að aukast milli Kína, Rússlands og Bandaríkjanna. Þar að auki segir Bramsen að svæðisbundin borgarastríð séu farin að teygja anga sína út fyrir landamæri og verða að alþjóðlegum borgarastríðum þar sem önnur ríki blanda sér inn í deilurnar. Þá kunni loftslagsbreytingar einnig að hafa áhrif. „Jörð, land og jarðefni hafa aðra þýðingu og virði í krafti hnattrænnar hlýnunar,“ er haft eftir Bramsen. Vopnavæðing sú mesta síðan í Kalda stríðinu Athygli vekur einnig að það er ekki aðeins fjöldi stríða sem fer vaxandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að hernaðarviðbúnaður, meðal annars með vopnaframleiðslu, hefur aukist um 9,4% á síðastliðnu ári. Horfa þarf aftur til ára Kalda stríðsins til að sjá álíka aukningu á þessu sviði. Aukin vopnavæðing er fyrst og fremst að eiga sér stað í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu, en einnig í Miðausturlöndum sem rakið er til ástandsins á Gasa og sambandsins milli Bandaríkjanna, Íran og Sádi-Arabíu. Viðbragðsaðilar í Úkraínu deildu þessari mynd eftir enn eina árás Rússa í Úkraínu um helgina.Ukrainian Emergency Service „Í grundvallaratriðum er þetta mjög alvarlegt. Fjöldi vopna um allan heim er nokkuð sem hefur áhrif á hættuna á því að þau verði notuð,“ segir Bramsen. Aukin vopnavæðing, jafnvel þótt hún sé hugsuð til þess eins að tryggja öryggi- og varnir, geti leitt til stigmögnununar þvert á markmið um frið. Ef eitt ríki til að mynda stækkar vopnabúr sitt til að efla varnir sínar sé það líklegt til að leiða til þess að önnur ríki geri það sama og þetta getur haft keðjuverkandi áhrif. Raunverulegar ógnir skýri þetta þó að einhverju leiti einnig, til að mynda í tilfelli Evrópu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Við erum stödd á þeim tíma að það eru að myndast nýr valdastrúktúr í heiminum sem einnig hefur í för með sér óöryggi. Þetta leiðir til aukinnar hervæðingar til að geta varið sig,“ segir Bramsen.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira