Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 13:01 Anthony Stolarz var á endanum fluttur á sjúkrahús eftir höfuðhöggin sem hann fékk í gær. Getty/Michael Chisholm Anthony Stolarz, markvörður Toronto Maple Leafs, kastaði upp og varð að yfirgefa svellið eftir tvö slæm höfuðhögg í leik gegn Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí í gær. Þetta var fyrsti leikur liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar og gátu Stolarz og félagar fagnað 5-4 sigri að lokum. Það fór hins vegar um marga þegar hinn 31 árs gamli Stolarz fékk olnboga Sam Bennett í höfuðið og lá flatur eftir á svellinu. Per @reporterchris, Anthony Stolarz left Scotiabank Arena on a stretcher during the third period following this collision with Sam Bennett pic.twitter.com/JXDQugOTwr— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) May 6, 2025 Stolarz kom sér á fætur og hélt áfram að spila í tvær mínútur en skautaði svo að varamannabekknum og ældi þar, áður en hann yfirgaf höllina á börum og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. When I initially posted on Anthony Stolarz I didn't know they initially left him in for more than two minutes until he started vomiting on the bench. We need to do better.PSA: If you vomit multiple times after a brain injury, get to the emergency room. pic.twitter.com/2mMR52mmDk— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Stolarz hafði fyrr í leiknum fengið pökkinn í höfuðið af slíku afli að gríma hans datt af. Telja sérfræðingar að þá þegar gæti markvörðurinn hafa fengið heilahristing þó að höggið frá Bennett hafi endanlega gert útslagið varðandi það að Stolarz gæti spilað meira. Update: Anthony Stolarz likely suffered a first #comcussion 5 minutes into the game when he took a puck to face that knocked his mask off. 25 seconds after the hit he did a SHAAKE (Spontaneous Headshake after a Kinematic Event) which predicts concussion 72% of the time. https://t.co/HfiBmJSnKV pic.twitter.com/M8DFcAtWyB— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Chris Nowinski, taugasérfræðingur og stofnandi Concussion Legacy Foundation, segir á Twitter að það verði að gera betur í að gæta að heilsu leikmanna vegna höfuðhögga. Það sé ekki gert með því að láta leikmann spila áfram eftir högg eins og Stolarz fékk í gær og þegar menn æli vegna höfuðmeiðsla sé það eina í stöðunni að leita á bráðamóttöku. "I get it, they miss calls but that's clearly a penalty."Craig Berube on Sam Bennett's hit on Anthony Stolarz. pic.twitter.com/0EAZmD3qLS— Spittin' Chiclets (@spittinchiclets) May 6, 2025 Craig Berube, þjálfari Toronto, var ekki í vafa um að refsa hefði átt Bennett fyrir höggið sem markvörður hans fékk: „Olnbogi í höfuðið, augljóslega. Þetta gerist ekki augljósara. Ég er ekki viss um af hverju það var ekki dæmt á þetta. Ég skil að menn missi af sumum atvikum en þetta var augljóslega víti,“ sagði Berube. Íshokkí Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar og gátu Stolarz og félagar fagnað 5-4 sigri að lokum. Það fór hins vegar um marga þegar hinn 31 árs gamli Stolarz fékk olnboga Sam Bennett í höfuðið og lá flatur eftir á svellinu. Per @reporterchris, Anthony Stolarz left Scotiabank Arena on a stretcher during the third period following this collision with Sam Bennett pic.twitter.com/JXDQugOTwr— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) May 6, 2025 Stolarz kom sér á fætur og hélt áfram að spila í tvær mínútur en skautaði svo að varamannabekknum og ældi þar, áður en hann yfirgaf höllina á börum og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. When I initially posted on Anthony Stolarz I didn't know they initially left him in for more than two minutes until he started vomiting on the bench. We need to do better.PSA: If you vomit multiple times after a brain injury, get to the emergency room. pic.twitter.com/2mMR52mmDk— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Stolarz hafði fyrr í leiknum fengið pökkinn í höfuðið af slíku afli að gríma hans datt af. Telja sérfræðingar að þá þegar gæti markvörðurinn hafa fengið heilahristing þó að höggið frá Bennett hafi endanlega gert útslagið varðandi það að Stolarz gæti spilað meira. Update: Anthony Stolarz likely suffered a first #comcussion 5 minutes into the game when he took a puck to face that knocked his mask off. 25 seconds after the hit he did a SHAAKE (Spontaneous Headshake after a Kinematic Event) which predicts concussion 72% of the time. https://t.co/HfiBmJSnKV pic.twitter.com/M8DFcAtWyB— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) May 6, 2025 Chris Nowinski, taugasérfræðingur og stofnandi Concussion Legacy Foundation, segir á Twitter að það verði að gera betur í að gæta að heilsu leikmanna vegna höfuðhögga. Það sé ekki gert með því að láta leikmann spila áfram eftir högg eins og Stolarz fékk í gær og þegar menn æli vegna höfuðmeiðsla sé það eina í stöðunni að leita á bráðamóttöku. "I get it, they miss calls but that's clearly a penalty."Craig Berube on Sam Bennett's hit on Anthony Stolarz. pic.twitter.com/0EAZmD3qLS— Spittin' Chiclets (@spittinchiclets) May 6, 2025 Craig Berube, þjálfari Toronto, var ekki í vafa um að refsa hefði átt Bennett fyrir höggið sem markvörður hans fékk: „Olnbogi í höfuðið, augljóslega. Þetta gerist ekki augljósara. Ég er ekki viss um af hverju það var ekki dæmt á þetta. Ég skil að menn missi af sumum atvikum en þetta var augljóslega víti,“ sagði Berube.
Íshokkí Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira