„Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 08:00 Sólveig á hliðarlínunni sem þjálfari ÍR þar sem að hún hefur unnið afar gott starf undanfarin þrjú ár. Vísir „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun," segir Sólveig Lára Kjærnested sem hefur, eftir stöðug framfaraskref síðustu þrjú ár með kvennalið ÍR í handbolta, sagt starfi sínu lausu. Óvíst er hvort framhald verði á þjálfaraferli hennar. Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við. Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við.
Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira