Lífið

Allt til alls til að kenna björgun manns­lífa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Æfingin skapar meistarann.
Æfingin skapar meistarann.

„Við erum hér að undirbúa æfingar þar sem fólk getur undirbúið sig í allskonar aðstæðum,“ segir Þorsteinn Jónsson hjá HermÍs sem er sameiginlegt færnisetur Háskóla Íslands og Landspítalans. Sindri Sindrason leit við hjá HermÍs fyrir Ísland í dag.

„Hér getum við líkt eftir alveg ótrúlegustu hlutum. Allt frá einföldum færniþáttum eins og setja upp æðalegg yfir í flóknari hluti eins og hjartastopp og öndunarstopp og fleira,“ segir Þorsteinn.

Sindri fékk að kynnast hvernig æfingarnar fara fram og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á staðnum. Eins og sjá má hér að neðan er verið að kenna fagfólki að bjarga mannslífum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.