Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 20:30 Salvador Sobral, Daði Freyr og Jesse Matador vilja allir að Ísrael fái ekki að taka þátt í Eurovision. Brendan Hoffman/Baldur Kristjáns/Nigel Waldron Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira