Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 10:02 Guðrún Arnardóttir hitar upp fyrir landsleikina í lok maí og byrjun júní með nýju sjö manna móti í Portúgal. Getty/Alex Nicodim Landsliðskonurnar Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir þurfa að rifja upp reglurnar í sjö manna fótbolta og gætu mæst á nýju boðsmóti sem haldið verður í Portúgal í þessum mánuði. Mótið verður í beinni útsendingu DAZN. Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira